Hvar er opið um páskana? Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. apríl 2025 10:20 Páskahelgin er runnin upp. Vísir/Arnar Páskahelgin er runninn upp sem þýðir breyttir opnunartímar ýmissa verslana um allt land. Hægt er að taka Strætó, sem gengur ýmist eftir laugardags- eða sunnudagsáætlun, í verslanir eða sundlaugar sem eru margar hverjar opnar yfir helgina. Opið er í Kringlunni og Smáralind í dag frá tólf til fimm en lokað er í verslunarmiðstöðvunum á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Hins vegar er opið á laugardag á báðum stöðum frá ellefu til sex. Á Glerártorgi er opnunartíminn breytilegur eftir verslunum en hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér. Verslanir Allar verslanir Nettó eru opnar á Skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum. Opið verður í flestum verslunum þeirra á páskadag að undan skildum Miðvangi, Nóatúni, Lágmúla, Krossmóa, Húsavík og Egilsstöðum. Allar verslanir Bónus er opnar á skírdag og á föstudaginn langa. Verslanir Bónus á Norðurtorgi, Selfoss og Smáratorgi eru opnar á páskasunnudag frá ellefu til fimm. Einnig er opið í verslunum Bónus á annan í páskum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda í Skeifunni, á Smáratorgi, í Spönginni og Holtagörðum auk þess á Selfoss og Norðurtorgi á Akureyri. Verslanir Hagkaupa í Garðabæ og Skeifunni eru opnar allan sólarhringinn yfir páskana. Á Akureyri er opið frá átta til miðnættis á skírdag og laugardag, en hátíðisdagana er opið frá tíu til miðnættis. Verslanir Hagkaupa á Eiðistorgi og í Spönginni eru lokaðar á föstudaginn langa og á páskadag. Hefðbundinn opnunartími er í öllum verslunum Krónunnar á skírdag, laugardag og á öðrum í páskum. Opið verður frá tíu til átta í völdum verslunum á föstudaginn langa og ellefu til fimm á páskadag. Verslun Prís er opin á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum frá tíu til fjögur en lokað er á páskadag. Þá er opið í Extra Barónsstíg alla páskahelgina frá átta til miðnættis en verslun Extra í Keflavík og á Akureyri er opin allan sólarhringinn auk verslana 10-11. Opið er í Heimkaup frá klukkan tólf til tíu alla páskahelgina. Allar verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskasunnudag og annan í páskum. Í verslunum Lyfju í Lágmúla og á Smáratorgi verður opið yfir alla helgina frá átta til miðnættis. Lokað er í öðrum verslunum á föstudaginn langa og páskasunnudag. Í apótekum Apótekarans í Austurveri er opið frá níu til miðnættis alla helgina. Hér má sjá opnunartíma í Lyfjaval. Þjónusta Strætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun á höfuðborgarsvæðinu yfir alla páskahelgina. Á landsbyggðinni verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun á skírdag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Strætó gengur ekki innanbæjar í Reykjanesbæ yfir páskahelgina. Á Akureyri er enginn akstur á föstudaginn langa og páskadag en hins vegar verður keyrt eftir sunnudagsáætlun á skírdag og annan í páskum. Ýmsar sundlaugar verða opnar yfir hátíðirnar. Á páskadag verður til að mynda hægt að dýfa sér í Árbæjarlaug, Laugardalslaug, sundlaugina á Akureyri, Sauðárkrók, Hellu, Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum. Hægt er að kynna sér opnunartíma sundlauga hér. Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn er opinn alla páskana á milli tíu og fimm. Einnig er opið í Hlíðarfjalli í dag fyrir þá sem ætla að skella sér á skíði. Páskar Verslun Neytendur Sundlaugar og baðlón Matvöruverslun Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Opið er í Kringlunni og Smáralind í dag frá tólf til fimm en lokað er í verslunarmiðstöðvunum á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Hins vegar er opið á laugardag á báðum stöðum frá ellefu til sex. Á Glerártorgi er opnunartíminn breytilegur eftir verslunum en hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér. Verslanir Allar verslanir Nettó eru opnar á Skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum. Opið verður í flestum verslunum þeirra á páskadag að undan skildum Miðvangi, Nóatúni, Lágmúla, Krossmóa, Húsavík og Egilsstöðum. Allar verslanir Bónus er opnar á skírdag og á föstudaginn langa. Verslanir Bónus á Norðurtorgi, Selfoss og Smáratorgi eru opnar á páskasunnudag frá ellefu til fimm. Einnig er opið í verslunum Bónus á annan í páskum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda í Skeifunni, á Smáratorgi, í Spönginni og Holtagörðum auk þess á Selfoss og Norðurtorgi á Akureyri. Verslanir Hagkaupa í Garðabæ og Skeifunni eru opnar allan sólarhringinn yfir páskana. Á Akureyri er opið frá átta til miðnættis á skírdag og laugardag, en hátíðisdagana er opið frá tíu til miðnættis. Verslanir Hagkaupa á Eiðistorgi og í Spönginni eru lokaðar á föstudaginn langa og á páskadag. Hefðbundinn opnunartími er í öllum verslunum Krónunnar á skírdag, laugardag og á öðrum í páskum. Opið verður frá tíu til átta í völdum verslunum á föstudaginn langa og ellefu til fimm á páskadag. Verslun Prís er opin á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum frá tíu til fjögur en lokað er á páskadag. Þá er opið í Extra Barónsstíg alla páskahelgina frá átta til miðnættis en verslun Extra í Keflavík og á Akureyri er opin allan sólarhringinn auk verslana 10-11. Opið er í Heimkaup frá klukkan tólf til tíu alla páskahelgina. Allar verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskasunnudag og annan í páskum. Í verslunum Lyfju í Lágmúla og á Smáratorgi verður opið yfir alla helgina frá átta til miðnættis. Lokað er í öðrum verslunum á föstudaginn langa og páskasunnudag. Í apótekum Apótekarans í Austurveri er opið frá níu til miðnættis alla helgina. Hér má sjá opnunartíma í Lyfjaval. Þjónusta Strætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun á höfuðborgarsvæðinu yfir alla páskahelgina. Á landsbyggðinni verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun á skírdag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Strætó gengur ekki innanbæjar í Reykjanesbæ yfir páskahelgina. Á Akureyri er enginn akstur á föstudaginn langa og páskadag en hins vegar verður keyrt eftir sunnudagsáætlun á skírdag og annan í páskum. Ýmsar sundlaugar verða opnar yfir hátíðirnar. Á páskadag verður til að mynda hægt að dýfa sér í Árbæjarlaug, Laugardalslaug, sundlaugina á Akureyri, Sauðárkrók, Hellu, Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum. Hægt er að kynna sér opnunartíma sundlauga hér. Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn er opinn alla páskana á milli tíu og fimm. Einnig er opið í Hlíðarfjalli í dag fyrir þá sem ætla að skella sér á skíði.
Páskar Verslun Neytendur Sundlaugar og baðlón Matvöruverslun Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira