Grikkland

Nafnbreyting Makedóníu opnar á aðild að NATO
Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa náð samkomulagi við leiðtoga Makedóníu um aðild ríkisins að bandalaginu.

Gríska þingið samþykkti samninginn um nafnabreytingu Makedóníu
Naumur meirihluti grískra þingmanna samþykkti í dag sögulegan samning við stjórnvöld í Makedóníu sem ætlað er að leysa 27 ára gamla deilu ríkjanna um nafnið á Makedóníu.

Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu
Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir.

Grikkir ræða um vantraust
Umræða um vantraust á grísku ríkisstjórnina hefst á þinginu í dag. Búist er við að atkvæðagreiðsla fari fram annað kvöld.

Titringur á gríska þinginu vegna nafnabreytingar Makedóníu
Mikill titringur er á gríska þinginu eftir að nafnabreyting Makedóníu gekk í gegn á föstudag.

Makedónía verður Norður-Makedónía
Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni.

Skutu táragasi á kennara
Um 2.000 kennarar mótmæltu í miðborg Aþenu í gær, veifuðu rauðum fánum og hrópuðu slagorð gegn frumvarpi menntamálaráðuneytisins sem ráðuneytið tekur nú við umsögnum um. Frumvarpið snýst um breytingar á því hvernig starfsmenn eru ráðnir.

Spekileki skekur Tyrkland
Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum.

Merkustu fornleifafundir ársins 2018
Líkt og fyrri ár var talsvert um merka fornleifafundi á nýliðnu ári – fundi sem setja hlutina í nýtt samhengi og kollvarpa ef til vill fyrri hugmyndum um hvernig við höfum litið á mannkynssöguna til þessa.

Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi
Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi.

Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins
Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía.

Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu
Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía.

Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía
Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi.

Fagna frelsinu
Forsætisráðherra Grikkja segir tíma niðurskurðar á enda. Líkir erfiðleikum landsins við Ódysseifskviðu.

Gríðarlega mikill sigur fyrir Tsipras og Syriza
Þriggja ára efnahagsaðstoð evruríkjanna við Grikkland er nú lokið en neyðarlán evruríkjanna til ríkisins voru hluti af mestu efnahagsaðstoð sem nokkurt ríki hefur fengið í sögunni.

Neyðaraðstoðinni við Grikkland lokið
Skuldir ríkissjóðs nema enn um 180% af landsframleiðslu og gert er ráð fyrir að það tagi áratugi að greiða upp neyðarlánin sem Grikkir fengu.

Tyrkir sleppa óvænt grískum hermönnum
Dómstóll í Tyrklandi fyrirskipaði í dag óvænt að tveimur grískum hermönnum sem hafa verið í haldi tyrkneskra yfirvalda síðan í mars, skyldi sleppt.

Merkel telur Dyflinnarreglugerðina í raun óvirka
Kanslari Þýskalands og forsætisráðherra Spánar eru sammála um að tryggja þurfi sanngjarna dreifingu hælisleitenda innan Evrópu.

Alexis Tsipras lofar því að rífa ólöglegar byggingar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sagði í gær að rúmlega 3.200 ólöglegar byggingar á Attíkuskaga yrðu rifnar niður hið snarasta

Bjargaði kettinum undan eldtungunum
Myndbandsupptaka sem íbúi grísku borgarinnar Mati fangaði á dögunum, sýnir hvernig heimili hans varð skógareldunum að bráð á örfáum sekúndum.