Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2025 09:25 Kindur í haga í Grikklandi. Svartir sauðir innan ríkisstofnunar þar virðast hafa skipulagt umfangsmikið svindl með landbúnaðarstyrki frá Evrópusambandinu. Vísir/Getty Embætti saksóknara Evrópusambandsins rannsakar tugi mála þar sem grískir ríkisborgarar þáðu landbúnaðarstyrki frá sambandinu vegna beitilands sem þeir hvorki, áttu, leigðu né stunduðu landbúnað á. Svindlið er sagt eitt það stærsta sinnar tegundar og gæti teygt anga sinna til grískra yfirvalda. Svindlið er talið hafa átt sér stað frá árinu 2017 og gæti hafa numið 45 milljónum evra á ári, jafnvirði rúmra 6,6 milljarða íslenskra króna, sem gerði það eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, að sögn dagblaðsins Politico. Það hefur verið til rannsóknar frá árinu 2021. Ráðabruggið er sagt hafa farið af stað eftir að Evrópusambandið rýmkaði reglur um beitiland árið 2017. Grísk stjórnvöld höfðu þrýst á breytingarnar sem skilgreindu nú fleiri landgerðir en graslendi sem beitiland. Við það tvöfaldaðist beitiland sem hægt var að fá styrki fyrir í Grikklandi. Skömmu eftir reglubreytingarnar byrjuðu að berast umsóknir um styrki frá einstaklingum sem sögðust eigendur beitilands jafnvel þótt þeir byggju víðsfjarri þeim landareignum. Meirihluti fölsku umsóknanna komu frá eyjunni Krít. Hlýtur að hafa verið skipulagt innan opinberrar stofnunar Nokkrir einstaklingar hafa þegar verið dregnir fyrir dóm vegna svikanna. Rannsókn saksóknarans beinist hins vegar einnig að því hvort að starfsmenn grískrar ríkisstofnunar sem útdeilir evrópsku landbúnaðarstyrkjunum hafi verið viðriðnir svindlið. Starfsmenn stofnunarinnar þurftu ekki að sannreyna að umsækjendur um styrkina ættu raunverulega landið sem þeir vildu styrki fyrir. Í sumum tilfellum sótti einn einstaklingur um styrki vegna landareignar eitt árið en annar það næsta. Aldrei var sótt um fleiri en einn styrk fyrir sömu landareignina tvisvar sem þykir benda til þess að einhver sem hafði aðgang að gögnum um allt landið skipulegði svindlið samkvæmt heimildarmönnum Politico. Makis Voridis er einn nokkurra landbúnaðarráðherra Grikklands sem eru sagðir hafa lagt stein í götu tilrauna til þess að uppræta svindlið. Hann þvingaði yfirmann stofnunar sem greiddi út styrkina til þess að segja af sér eftir að hann stöðvaði styrki til þúsunda umsækjenda sem hann grunaði um græsku.Vísir/Getty Sektuð fyrir óstjórnina Enginn frá stofnuninni hefur enn verið dreginn til ábyrgðar. Þeim sem reyndu að uppræta svindlið þar var bolað úr starfi af landbúnaðarráðherra hverju sinni. Stofnunin hefur haft sex forstöðumenn á fimm árum. Þannig var konu sem var yfirmaður innra eftirlits stofnunarinnar sem varð fyrst vör við svindlið sett út af sakramentinu. Aðgangi hennar að gagnagrunni stofnunarinnar var lokað og hún læst út af skrifstofu sinni. Lögmaður hennar segir að hún hafi orðið fyrir markvissri óhróðursherferð þegar henni var vikið úr starfi fyrir vanhæfni. Jafnvel eftir að endurskoðandinn hafði vakið athygli á svikamyllunni fengu starfsmenn stofnunarinnar skipanir um að takmarka eftirlit sitt og að ekki væri nauðsynlegt að skoða afsalsbréf skikanna sem sótt var um styrki fyrir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Grikkland um 283 milljónir evra, jafnvirði um 41,6 milljarða íslenskra króna, fyrir óstjórnina á útgreiðslum á Evrópustyrkjum í gegnum stofnunina frá 2020 til 2022. Hótaði hún að hætta að viðurkenna stofnunina sem móttakanda styrkjanna. Um þriðjungur af fjárlögum Evrópusambandsins er vegna sameiginlegrar landbúnaðarstefnu þess. Endurskoðun á þeim fyrir árin 2028 til 2024 hefst á þessu ári og er gríska svindlið sagt verða vatn á myllu gagnrýnenda landbúnaðarstefnunnar. Grikkland Evrópusambandið Efnahagsbrot Landbúnaður Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Svindlið er talið hafa átt sér stað frá árinu 2017 og gæti hafa numið 45 milljónum evra á ári, jafnvirði rúmra 6,6 milljarða íslenskra króna, sem gerði það eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, að sögn dagblaðsins Politico. Það hefur verið til rannsóknar frá árinu 2021. Ráðabruggið er sagt hafa farið af stað eftir að Evrópusambandið rýmkaði reglur um beitiland árið 2017. Grísk stjórnvöld höfðu þrýst á breytingarnar sem skilgreindu nú fleiri landgerðir en graslendi sem beitiland. Við það tvöfaldaðist beitiland sem hægt var að fá styrki fyrir í Grikklandi. Skömmu eftir reglubreytingarnar byrjuðu að berast umsóknir um styrki frá einstaklingum sem sögðust eigendur beitilands jafnvel þótt þeir byggju víðsfjarri þeim landareignum. Meirihluti fölsku umsóknanna komu frá eyjunni Krít. Hlýtur að hafa verið skipulagt innan opinberrar stofnunar Nokkrir einstaklingar hafa þegar verið dregnir fyrir dóm vegna svikanna. Rannsókn saksóknarans beinist hins vegar einnig að því hvort að starfsmenn grískrar ríkisstofnunar sem útdeilir evrópsku landbúnaðarstyrkjunum hafi verið viðriðnir svindlið. Starfsmenn stofnunarinnar þurftu ekki að sannreyna að umsækjendur um styrkina ættu raunverulega landið sem þeir vildu styrki fyrir. Í sumum tilfellum sótti einn einstaklingur um styrki vegna landareignar eitt árið en annar það næsta. Aldrei var sótt um fleiri en einn styrk fyrir sömu landareignina tvisvar sem þykir benda til þess að einhver sem hafði aðgang að gögnum um allt landið skipulegði svindlið samkvæmt heimildarmönnum Politico. Makis Voridis er einn nokkurra landbúnaðarráðherra Grikklands sem eru sagðir hafa lagt stein í götu tilrauna til þess að uppræta svindlið. Hann þvingaði yfirmann stofnunar sem greiddi út styrkina til þess að segja af sér eftir að hann stöðvaði styrki til þúsunda umsækjenda sem hann grunaði um græsku.Vísir/Getty Sektuð fyrir óstjórnina Enginn frá stofnuninni hefur enn verið dreginn til ábyrgðar. Þeim sem reyndu að uppræta svindlið þar var bolað úr starfi af landbúnaðarráðherra hverju sinni. Stofnunin hefur haft sex forstöðumenn á fimm árum. Þannig var konu sem var yfirmaður innra eftirlits stofnunarinnar sem varð fyrst vör við svindlið sett út af sakramentinu. Aðgangi hennar að gagnagrunni stofnunarinnar var lokað og hún læst út af skrifstofu sinni. Lögmaður hennar segir að hún hafi orðið fyrir markvissri óhróðursherferð þegar henni var vikið úr starfi fyrir vanhæfni. Jafnvel eftir að endurskoðandinn hafði vakið athygli á svikamyllunni fengu starfsmenn stofnunarinnar skipanir um að takmarka eftirlit sitt og að ekki væri nauðsynlegt að skoða afsalsbréf skikanna sem sótt var um styrki fyrir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Grikkland um 283 milljónir evra, jafnvirði um 41,6 milljarða íslenskra króna, fyrir óstjórnina á útgreiðslum á Evrópustyrkjum í gegnum stofnunina frá 2020 til 2022. Hótaði hún að hætta að viðurkenna stofnunina sem móttakanda styrkjanna. Um þriðjungur af fjárlögum Evrópusambandsins er vegna sameiginlegrar landbúnaðarstefnu þess. Endurskoðun á þeim fyrir árin 2028 til 2024 hefst á þessu ári og er gríska svindlið sagt verða vatn á myllu gagnrýnenda landbúnaðarstefnunnar.
Grikkland Evrópusambandið Efnahagsbrot Landbúnaður Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur