Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2025 09:25 Kindur í haga í Grikklandi. Svartir sauðir innan ríkisstofnunar þar virðast hafa skipulagt umfangsmikið svindl með landbúnaðarstyrki frá Evrópusambandinu. Vísir/Getty Embætti saksóknara Evrópusambandsins rannsakar tugi mála þar sem grískir ríkisborgarar þáðu landbúnaðarstyrki frá sambandinu vegna beitilands sem þeir hvorki, áttu, leigðu né stunduðu landbúnað á. Svindlið er sagt eitt það stærsta sinnar tegundar og gæti teygt anga sinna til grískra yfirvalda. Svindlið er talið hafa átt sér stað frá árinu 2017 og gæti hafa numið 45 milljónum evra á ári, jafnvirði rúmra 6,6 milljarða íslenskra króna, sem gerði það eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, að sögn dagblaðsins Politico. Það hefur verið til rannsóknar frá árinu 2021. Ráðabruggið er sagt hafa farið af stað eftir að Evrópusambandið rýmkaði reglur um beitiland árið 2017. Grísk stjórnvöld höfðu þrýst á breytingarnar sem skilgreindu nú fleiri landgerðir en graslendi sem beitiland. Við það tvöfaldaðist beitiland sem hægt var að fá styrki fyrir í Grikklandi. Skömmu eftir reglubreytingarnar byrjuðu að berast umsóknir um styrki frá einstaklingum sem sögðust eigendur beitilands jafnvel þótt þeir byggju víðsfjarri þeim landareignum. Meirihluti fölsku umsóknanna komu frá eyjunni Krít. Hlýtur að hafa verið skipulagt innan opinberrar stofnunar Nokkrir einstaklingar hafa þegar verið dregnir fyrir dóm vegna svikanna. Rannsókn saksóknarans beinist hins vegar einnig að því hvort að starfsmenn grískrar ríkisstofnunar sem útdeilir evrópsku landbúnaðarstyrkjunum hafi verið viðriðnir svindlið. Starfsmenn stofnunarinnar þurftu ekki að sannreyna að umsækjendur um styrkina ættu raunverulega landið sem þeir vildu styrki fyrir. Í sumum tilfellum sótti einn einstaklingur um styrki vegna landareignar eitt árið en annar það næsta. Aldrei var sótt um fleiri en einn styrk fyrir sömu landareignina tvisvar sem þykir benda til þess að einhver sem hafði aðgang að gögnum um allt landið skipulegði svindlið samkvæmt heimildarmönnum Politico. Makis Voridis er einn nokkurra landbúnaðarráðherra Grikklands sem eru sagðir hafa lagt stein í götu tilrauna til þess að uppræta svindlið. Hann þvingaði yfirmann stofnunar sem greiddi út styrkina til þess að segja af sér eftir að hann stöðvaði styrki til þúsunda umsækjenda sem hann grunaði um græsku.Vísir/Getty Sektuð fyrir óstjórnina Enginn frá stofnuninni hefur enn verið dreginn til ábyrgðar. Þeim sem reyndu að uppræta svindlið þar var bolað úr starfi af landbúnaðarráðherra hverju sinni. Stofnunin hefur haft sex forstöðumenn á fimm árum. Þannig var konu sem var yfirmaður innra eftirlits stofnunarinnar sem varð fyrst vör við svindlið sett út af sakramentinu. Aðgangi hennar að gagnagrunni stofnunarinnar var lokað og hún læst út af skrifstofu sinni. Lögmaður hennar segir að hún hafi orðið fyrir markvissri óhróðursherferð þegar henni var vikið úr starfi fyrir vanhæfni. Jafnvel eftir að endurskoðandinn hafði vakið athygli á svikamyllunni fengu starfsmenn stofnunarinnar skipanir um að takmarka eftirlit sitt og að ekki væri nauðsynlegt að skoða afsalsbréf skikanna sem sótt var um styrki fyrir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Grikkland um 283 milljónir evra, jafnvirði um 41,6 milljarða íslenskra króna, fyrir óstjórnina á útgreiðslum á Evrópustyrkjum í gegnum stofnunina frá 2020 til 2022. Hótaði hún að hætta að viðurkenna stofnunina sem móttakanda styrkjanna. Um þriðjungur af fjárlögum Evrópusambandsins er vegna sameiginlegrar landbúnaðarstefnu þess. Endurskoðun á þeim fyrir árin 2028 til 2024 hefst á þessu ári og er gríska svindlið sagt verða vatn á myllu gagnrýnenda landbúnaðarstefnunnar. Grikkland Evrópusambandið Efnahagsbrot Landbúnaður Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Svindlið er talið hafa átt sér stað frá árinu 2017 og gæti hafa numið 45 milljónum evra á ári, jafnvirði rúmra 6,6 milljarða íslenskra króna, sem gerði það eitt það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, að sögn dagblaðsins Politico. Það hefur verið til rannsóknar frá árinu 2021. Ráðabruggið er sagt hafa farið af stað eftir að Evrópusambandið rýmkaði reglur um beitiland árið 2017. Grísk stjórnvöld höfðu þrýst á breytingarnar sem skilgreindu nú fleiri landgerðir en graslendi sem beitiland. Við það tvöfaldaðist beitiland sem hægt var að fá styrki fyrir í Grikklandi. Skömmu eftir reglubreytingarnar byrjuðu að berast umsóknir um styrki frá einstaklingum sem sögðust eigendur beitilands jafnvel þótt þeir byggju víðsfjarri þeim landareignum. Meirihluti fölsku umsóknanna komu frá eyjunni Krít. Hlýtur að hafa verið skipulagt innan opinberrar stofnunar Nokkrir einstaklingar hafa þegar verið dregnir fyrir dóm vegna svikanna. Rannsókn saksóknarans beinist hins vegar einnig að því hvort að starfsmenn grískrar ríkisstofnunar sem útdeilir evrópsku landbúnaðarstyrkjunum hafi verið viðriðnir svindlið. Starfsmenn stofnunarinnar þurftu ekki að sannreyna að umsækjendur um styrkina ættu raunverulega landið sem þeir vildu styrki fyrir. Í sumum tilfellum sótti einn einstaklingur um styrki vegna landareignar eitt árið en annar það næsta. Aldrei var sótt um fleiri en einn styrk fyrir sömu landareignina tvisvar sem þykir benda til þess að einhver sem hafði aðgang að gögnum um allt landið skipulegði svindlið samkvæmt heimildarmönnum Politico. Makis Voridis er einn nokkurra landbúnaðarráðherra Grikklands sem eru sagðir hafa lagt stein í götu tilrauna til þess að uppræta svindlið. Hann þvingaði yfirmann stofnunar sem greiddi út styrkina til þess að segja af sér eftir að hann stöðvaði styrki til þúsunda umsækjenda sem hann grunaði um græsku.Vísir/Getty Sektuð fyrir óstjórnina Enginn frá stofnuninni hefur enn verið dreginn til ábyrgðar. Þeim sem reyndu að uppræta svindlið þar var bolað úr starfi af landbúnaðarráðherra hverju sinni. Stofnunin hefur haft sex forstöðumenn á fimm árum. Þannig var konu sem var yfirmaður innra eftirlits stofnunarinnar sem varð fyrst vör við svindlið sett út af sakramentinu. Aðgangi hennar að gagnagrunni stofnunarinnar var lokað og hún læst út af skrifstofu sinni. Lögmaður hennar segir að hún hafi orðið fyrir markvissri óhróðursherferð þegar henni var vikið úr starfi fyrir vanhæfni. Jafnvel eftir að endurskoðandinn hafði vakið athygli á svikamyllunni fengu starfsmenn stofnunarinnar skipanir um að takmarka eftirlit sitt og að ekki væri nauðsynlegt að skoða afsalsbréf skikanna sem sótt var um styrki fyrir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Grikkland um 283 milljónir evra, jafnvirði um 41,6 milljarða íslenskra króna, fyrir óstjórnina á útgreiðslum á Evrópustyrkjum í gegnum stofnunina frá 2020 til 2022. Hótaði hún að hætta að viðurkenna stofnunina sem móttakanda styrkjanna. Um þriðjungur af fjárlögum Evrópusambandsins er vegna sameiginlegrar landbúnaðarstefnu þess. Endurskoðun á þeim fyrir árin 2028 til 2024 hefst á þessu ári og er gríska svindlið sagt verða vatn á myllu gagnrýnenda landbúnaðarstefnunnar.
Grikkland Evrópusambandið Efnahagsbrot Landbúnaður Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira