Netglæpir

Fréttamynd

Skæður hakkara­hópur herjar á fram­línu­starfs­menn

Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. 

Innlent
Fréttamynd

Svikarar nýti sumar­frí til að blekkja fyrir­tæki til að milli­færa háar upp­hæðir

Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stunda njósnir og hafa at­hafnað sig á Ís­landi

Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljónum stolið af lands­mönnum

Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“

Hakkarahópurinn Scattered spider hefur síðustu daga herjað á stór smásölufyrirtæki í Bretlandi. Það eru Harrods, Marks & Spencer og Co-op. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, segir árásirnar alvarlegri en þær eru látnar líta út í fjölmiðlum. Syndis vaktar íslenska netverslun sérstaklega vegna árásanna.

Neytendur
Fréttamynd

Dæmi um að fyrir­tæki tapi tugum milljóna í „for­stjóra­svindli“

Svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðirnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikahrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn. 

Innlent
Fréttamynd

Einn stofn­enda Pirate bay lést í flug­slysi

Carl Lundström, einn meðstofnenda deilisíðunnar alræmdu Pirate bay, lést þegar flugvél hans brotlenti á fjallakofa í fjallshlíð í Slóvakíu á mánudag. Hann var einn um borð í flugvélinni.

Erlent
Fréttamynd

Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise

Þekktur alþjóðlegur netglæpahópur er sagður hafa gert árás á kerfi upplýsingatækni Wise og tekið afrit af gögnum úr hluta kerfanna. Árásin er ekki sögð hafa haft áhrif á rekstur eða þjónustu Wise, þó hún sé alvarleg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auka öryggið á Bland.is vegna svika­hrappa

Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum.

Innlent
Fréttamynd

Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein um hakkara á Íslandi sem og erlendis:Þar fer ég yfir fyrirtæki á Íslandi eins og Vodafone, Háskólann í Reykjavík, tæknifyrirtæki hér á landi og önnur fyrirtæki sem hafa orðið fyrir hökkun hér á Íslandi. Einnig tala ég um svikapósta í nafni fyrirtækja sem eru orðnir frekar algengir.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land sagt „heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar“

Einhverjar allra vafasömustu vefsíður sem finna má á alnetinu eru með heimilisfang skráð á Íslandi, nánar tiltekið við Kalkofnsveg 2 í Reykjavík, þar sem Reðasafnið er meðal annars til húsa. Umfangsmikil fréttaskýring um málið birtist á vef New York Times í dag undir yfirskriftinni „Svona varð Ísland að stafrænu heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar.“

Erlent
Fréttamynd

Mikill fjöldi fyrir­tækja með ó­full­nægjandi netvarnir

Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir nýja Evróputilskipun um netöryggi setja ríkari skyldur á stjórnendur stofnanna og fyrirtækja að tryggja að fram fari áhættumat á netöryggi. Gert er ráð fyrir að innleiðingu ljúki á Íslandi 2026.  Hér á landi er talið að lítið sé vitað um fjölda netárása á ári. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­land mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum

Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum.

Innlent
Fréttamynd

Braut gegn hundruðum stúlkna í 20 ríkjum

Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa kúgað hundruð stúlkna út um allan heim til þess að sýna sig í kynferðislegum athöfnum á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Net­þrjótar þykjast vera frá Strætó

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað netverja við netsvindli þar sem óprúttnir aðilar þykjast vera frá Strætó og séu að gefa ókeypis kort í almenningssamgöngur. Fólk er hvatt til að vera á varðbergi gagnvart svindlinu og öðrum álíka. 

Innlent
Fréttamynd

Pósturinn varar við netþrjótum

Netþrjótar hafa herjað á landsmenn sem aldrei fyrr undanfarnar vikur. Jökull Jóhannsson, tæknirekstrarstjóri hjá Póstinum, segir ástæðu til að vara fólk við.

Innlent
Fréttamynd

Jón Einar sak­felldur fyrir um­fangs­mikla sjón­ræningja­starf­semi

Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína.

Innlent