Lífið

Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Aron Can lenti í miður skemmtilegu atviki í sumar þegar hann lagði fjórar milljónir króna inn á svikareikning.
Aron Can lenti í miður skemmtilegu atviki í sumar þegar hann lagði fjórar milljónir króna inn á svikareikning. Hlynur Hólm

Aron Can Gültekin, tónlistar- og athafnarmaður, varð fyrir barðinu á svikahröppum þegar hann millifærði fjórar milljónir króna á reikning sem hann taldi vera í eigu erlends viðskiptaaðila.

Aron hefur undanfarin misseri lagt fullan fókus á rekstur fyrirtækisins R8IANT, sem selur steinefni og sölt, en í sumar lenti hann í leiðinlegu máli sem hann greindi svo frá í myndbandi á samfélagsmiðlum í síðustu viku.

Sjá einnig: Gefur endurkomu undir fótinn

„Ég var scam-aður,“ syngur Aron í byrjun myndbandsins og hlær. 

„Ég verð bara smá pirraður þegar ég segi þessa sögu því maður er loksins kominn yfir þetta. Ég var rændur um fjórar milljónir í sumar,“ segir hann síðan áður hann hefur frásögnina.

Alvöru áfall en getur hlegið yfir því í dag

Aron útskýrir að R8IANT hafi verið með sama innpökkunaraðila frá því fyrirtækið hóf starfsemi fyrir tveimur árum. Upphaflegi lager fyrirtækisins seldist upp á innan við þremur vikum þannig hann hafði samband við þá og lagði inn pöntun fyrir stærri skammti. 

Í framhaldinu fékk Aron sendan reikning og degi síðar barst honum tölvupóstur þar sem fram kom að reikningurinn væri enn ógreiddur. Þar kom fram að fyrirtækið væri að skipta um banka og fylgdu póstinum nýjar bankaupplýsingar. Aron millifærði upphæðina á nýja bankareikninginn.

Aron hefur einblínt á rekstur R8iant undanfarin tvö ár.Vísir/Lýður Valberg

Nokkrum dögum síðar fékk hann tölvupóst frá raunverulegum pökkunaraðila sem upplýsti honum að enn væri ekki búið að greiða reikninginn. Aron hafði þá samband við bankann sinn hérlendis til að athuga málið og fékk svarið: 

„Peningurinn er allavega farinn út af kortinu þínu þannig hann hlýtur að vera á leiðinni.“

Aron sendi upplýsingar um færsluna og reikningsnúmerið á pökkunaraðilann sinn og fékk svar um hæl: „Hafðu samstundis samband við bankann.“

Aron var staddur á veitingastað í Mílanó í afmælisferð sambýliskonu sinnar, Ernu Maríu Björnsdóttur, þegar hann uppgötvaði að svindlað hefði verið á honum og rann honum kalt vatn milli skinns og hörunds.

„Ég get hlegið að þessu örlítið núna en þetta var hræðilegt móment, alvöru alvöru áfall.“

Hér fyrir neðan má hlusta á hann segja frá svindlinu:


Tengdar fréttir

Ætlar í pásu frá giggum

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin ætlar að taka sér pásu frá því að koma fram á tónleikum og öðrum viðburðum eftir verslunarmannahelgina. Hann hyggst einbeita sér að rekstri fyrirtækis síns.

„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“

„Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.