Fótbolti

For­maðurinn hjálpaði til við að moka völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, var einn af þeim sem tók skóflu í hönd og mokaði völlinn í morgun.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, var einn af þeim sem tók skóflu í hönd og mokaði völlinn í morgun. Vísir/Anton Brink

Allt er að verða klárt í Laugardalnum fyrir landsleik Íslands og Norður-Írlands í umspili Þjóðadeildar kvenna í fótbolta sem átti að fara fram í gær en fer fram í dag.

Leikurinn hefst klukkan 17.00 og þar geta íslensku stelpurnar tryggt sér áframhaldandi veru í A-deildinni.

Snjókoman mikla í gær kom í veg fyrir að leikurinn færi fram á Laugardalsvellinum í gærkvöldi og hann var síðan færður yfir á gervigrasvöll Þróttara.

Klippa: Snjómokstur í Laugardal

Sá völlur var á kafi í snjó við dagrenningu en fullt af fólki aðstoðaði við að koma snjónum í burtu í morgun.

Völlurinn er nú orðinn grænn og glæsilegur og tilbúinn að hýsa þennan mikilvæga landsleik í kvöld. Vísir verður á staðnum, leiknum verður lýst og eftir hann koma inn viðtöl við landsliðskonurnar, vonandi eftir sigurleik.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var líka í Laugardalnum og náði myndum sem sjá má hér að neðan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndband af gangi mála í Laugardalnum.

Siggi dúlla eða Sigurður Sveinn Þórðarson var að sjálfsögðu mættur.Vísir/Anton Brink
Unnið var líka með blásara.Vísir/Anton Brink
Gröfur voru sendar inn á grasið til að moka.Vísir/Anton Brink
Það voru margir að hjálpa til.Vísir/Anton Brink
Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var að stýra málum.Vísir/Anton Brink
Þorvaldur Örlygsson formaður er maður verka og lét sig ekki vanta.Vísir/Anton Brink
Það var fallegt veður í Laugardalnum í morgun.Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×