Rekstur hins opinbera

Fréttamynd

For­sætis­ráðu­neytið eyddi meiru í al­manna­tengla í fyrra en í ár

Forsætisráðuneytið varði tæpum þremur milljónum í kaup á þjónustu almannatengla í fyrra. Í ár hefur sambærilegur kostnaður ráðuneytisins hins vegar aðeins numið rúmri milljón. Bæði í ár og í fyrra keypti ráðuneytið samskiptaþjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Aton ehf. Á sama tímabili hefur innviðaráðuneytið varið litlu sem engu í slíka þjónustu, en réði þó sama fyrirtæki til þjónustu í tengslum við eitt verkefni í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar

Áhugakona um smurbrauð og tölfræði rýndi í opna reikninga ríkisins til að sjá hve mikið ríkisstofnanir hafa eytt á Jómfrúnni síðastliðin tvö ár. Háskóli Íslands er smurbrauðsóðasta stofnunin bæði árin en svo voru nokkur ráðuneyti ansi öflug í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Meðal­laun upp­lýsinga­full­trúa hækkuðu hlut­falls­lega mest

Meðallaun stjórnenda í stjórnarráðinu síðustu fimm ár hafa hækkað mest hjá upplýsingafulltrúum þar eða um þriðjung. Mesta hækkun hjá öðrum stjórnendum á tímabilinu er um fjórðung. Meðallaun ráðuneytisstjóra hafa hækkað um rúmlega 470 þúsund krónur á tímabilinu. 

Innlent
Fréttamynd

Undrandi á ráðningu ráð­gjafa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið.

Innlent
Fréttamynd

Frosti og Arn­þrúður fá styrki

Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Fá alls 28 fjölmiðlar 550 milljónir króna sem deilt er þeirra á milli en líkt og á síðasta ári hljóta Árvakur og Sýn hæstu styrkina, um 104 milljónir króna hvort fyrirtækið en Sameinaða útgáfufyrirtækið sem gefur út Heimildina og Mannlíf er í þriðja sæti, fær tæpar 78 milljónir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Naut að­stoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins

Atvinnuvegaráðuneytið hefur á þessu ári keypt ráðgjöf og þjónustu af samskipta- og almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. fyrir tæpar 3,5 milljónir króna, meðal annars í tengslum við breytingar á lögum um veiðigjald. Allt árið í fyrra greiddi sama ráðuneyti rúmar hundrað þúsund krónur fyrir þjónustu almannatengla, þá af fyrirtækinu Góðum samskiptum ehf.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir til al­manna­tengla og átta sinnum meira en í fyrra

Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Innlent
Fréttamynd

Starfslokasamningar undir­stofnana kostað hátt í 175 milljónir

Undirstofnanir félags- og húsnæðismálaráðuneytisins hafa frá árinu 2018 gert alls 24 starfslokasamninga og hefur heildarkostnaður vegna þeirra numið 174,5 milljónum króna. Mestu munar um þrjá starfslokasamninga sem gerðir voru hjá embætti ríkissáttasemjara árið 2023 sem samtals hljóða upp á 64 milljónir króna. Flestir starfslokasamningar hafa hins vegar verið gerðir hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en níu slíkir samningar voru gerðir hjá stofnuninni á tímabilinu sem spannar átta ár og nemur heildarkostnaður vegna þeirra 29,2 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Telur hagræðingaráformin þau metnaðar­fyllstu

Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki.

Innlent
Fréttamynd

Stofnunum fækkar um tuttugu

Um helmingur tillagna frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika, samkvæmt skýrslu vinnuhóps. Ríkisstjórnin lofar 107 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri yfir næstu fimm árin. Flest af því sem kemur fram í tillögunum hefur þegar verið kynnt, en verði af öllum áformum mun stofnunum fækka um tuttugu.

Innlent
Fréttamynd

Halda starfs­leyfinu þrátt fyrir kröfur í­búa

Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu íbúa í grennd við bakaríið og kaffihúsið Hygge á Barónsstíg. Íbúarnir lögðu fram stjórnvaldskæru og kölluðu eftir því að starfsleyfi staðarins yrði afturkallað, meðal annars vegna sorphirðumála og mengunar.

Innlent
Fréttamynd

Halli hins opin­bera minnkaði um 39 milljarða

Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 14,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2025 eða sem nemur 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á þriðja ársfjórðungi 2024 53,80 milljörðum eða 4,5 prósent af vergri landsframleiðslu þess ársfjórðungs. Útgjöld vegna launakostnaðar og kaupa á vöru og þjónustu héldu áfram að aukast á verðlagi hvers árs. Töluvert dró úr öðrum tilfærslum, sem voru óvenjuháar á árinu 2024 vegna jarðhræringa og eldgosa við Grindavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rúv býður upp á hollenskt fréttastef

Fréttastofa Ríkisútvarpsins kynnti nýverið með stolti nýtt fréttastef. Viðbrögðin hafa verið blendin en það var fyrst að brúnin á mönnum fór að síga þegar spurðist að stefið væri ættað úr erlendri „djingla-verksmiðju“.

Lífið
Fréttamynd

Þegar fjár­lögin vinna gegn mark­miðinu

Fjárlög eru eitt mikilvægasta stýritæki stjórnvalda – sérstaklega þegar efnahagshorfur versna. En fjárlög 2026, eins og þau liggja fyrir, skortir nauðsynlega varfærni og byggja á veikum forsendum á tíma þegar hagvöxtur 2025 er langt undir væntingum og 2026 gæti reynst enn erfiðara ár.

Skoðun
Fréttamynd

Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Stefnt er að rúmlega 3,4 milljarða króna rekstrarafgangi A-hluta. Þá er gert ráð fyrir að í fjárhagsáætluninni fyrir 2026 og fyrir tímabilið til 2030 séu öll markmið fjármálastefnu uppfyllt.

Innlent
Fréttamynd

Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina

Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi dagsins að breyta selalauginni í Húsdýragarðinum í lundabyggð og byggja nýja og stærri selalaug á öðrum stað í garðinum. 

Innlent
Fréttamynd

Rúmur milljarður til Við­skipta­ráðs og SA á fimm árum

Hundruð milljóna króna renna frá ríkisfyrirtækjum til Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga þeirra á ári hverju. Það sem af er ári hafa ríkisfyrirtæki á borð við Landsbankann og Landsvirkjun greitt 245 milljónir og í fyrra nam upphæðin 244 milljónum. Síðustu fimm ár hafa ríkisfyrirtæki greitt 1,1 milljarða króna fyrir hagsmunagæslu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða framtíðarnýtingu Vífils­staða

Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Vaxta­kostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“

Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjör­vað“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. 

Innlent
Fréttamynd

Starfs­lok vegna kenni­tölu: tíma­skekkja sem flýtir öldrun

Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu.

Skoðun
Fréttamynd

Í­búar vilja fella úr gildi starfs­leyfi Hyg­ge vegna mengunar

Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 hafa lagt fram stjórnvaldskæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og krefjast þess að starfsleyfi kaffihússins og bakarísins Hygge við Barónsstíg 6 verði afturkallað. Í kærunni er vísað til þess að sorphirðumál séu í ólestri og að mikil mengun sé frá rekstrinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni tekjur góðar fréttir

Tekjur ríkissjóðs af gjöldum á rafrettuvökva og nikótinpúða eru helmingi minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Fjármálaráðherra segir góðar fréttir að tekjurnar séu minni en gert var ráð fyrir. 

Innlent