Kjaraviðræður 2022-23

Fréttamynd

Ást­ráður skipaður ríkis­sátta­semjari

Ástráður Haraldsson hefur verið skipaður í embætti ríkissáttasemjara til fimm ára frá og með 18. júlí næstkomandi. Sex sóttu um starfið en hæfnisnefnd taldi að tveir umsækjendur væru mjög vel hæfir til að gegna embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Fé­lags­menn BSRB sam­þykktu nýjan kjara­samning

At­kvæða­greiðslu um kjara­samning ellefu aðildar­fé­laga BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga lauk í há­deginu í dag. Mikill meiri­hluti fé­lags­manna sam­þykkti samninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Innlent
Fréttamynd

„Hús­næðis­málin eru lang­mikil­vægust“

Forseti ASÍ segir að stóra málið í komandi kjarasamningslotu verði að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Verkalýðshreyfingin gangi að samningaborðinu með samningsvilja í brjósti en kunni ráð til þess að ná sínu fram, vilji aðrir aðilar vinnumarkaðar ekki semja.

Innlent
Fréttamynd

Sátta­greiðsla hafi ráðið úr­slitum

Tillaga sáttasemjara um svokallaða sáttagreiðslu réði úrslitum í nótt og varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður eftir tæplega sólarhrings samningalotu mili Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, að sögn formannsins.

Innlent
Fréttamynd

Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum.

Innlent
Fréttamynd

Búið að semja og öllum verk­föllum af­lýst

Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Sam­talið um­deilda hafi verið milli em­bætta

Seðlabankastjóri segist ekki hafa greint frá því sem fór tveggja manna á milli, þegar hann upplýsti um samskipti sín við Ríkissáttasemjara í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að um samskipti embættanna tveggja hafi verið að ræða en ekki tveggja manna tal.

Innlent
Fréttamynd

Sið­ferðinu kastað á bálið

Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er ekki hjálp­legt, Ás­geir

„Atvinnurekendur verða að taka ábyrgð á því sem þeir gera.. það liggur fyrir að fyrirtækin hafa verið mjög dugleg að velta kostnaði út í verðlag... Það þýðir ekki að skrifa und­ir kjara­samn­inga og hækka verðið dag­inn eft­ir...“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað

BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sveitarfélögin mismuna fólki?

Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. 

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er því­lík van­virðing fyrir þessa stétt“

Fjölmenn mótmæli fóru fram við húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun. Mótmælin voru skipulögð af foreldrum sem voru orðnir langþreyttir á deilu sambandsins við BSRB. Framkvæmdastjóri sambandsins mætti á mótmælin en orð hans til mótmælenda féllu í grýttan jarðveg.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum

Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir þurfa bara að bakka og segja já“

Kröftug mótmæli voru haldin fyrir framan húsnæði Samtaka íslenskra sveitarfélaga í morgun. Lúðrar voru þeyttir og „Sömu laun fyrir sömu störf“ var hrópað síendurtekið. Skipuleggjendur mótmælanna segja að Sambandið þurfi einfaldlega að mæta kröfum BSRB, sem muni ekki slá af kröfum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Mæður í Hveragerði búnar að fá sig fullsaddar af stöðunni

Þrjár mæður sem búa í Hveragerði, og hafa fengið nóg af samningsleysi og verkföllum, boða til samstöðufundar klukkan tíu í fyrramálið fyrir starfsfólk BSRB en samstöðufundurinn er haldinn við Borgartún 30 í Reykjavík þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga er til húsa.

Innlent
Fréttamynd

Fé­lög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verk­fall

Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 

Innlent
Fréttamynd

Mis­tök hafi verið gerð „ham­fara­nóttina“ hjá sátta­semjara í mars 2020

Varaformaður BSRB segir það ekki rétt að félagið sé að fara fram á afturvirkni á hækkun launa í kjaraviðræðum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Þá segir hann að mistök hafi verið gerð í síðustu kjarasamningum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar var að skella á landið í mars 2020.

Innlent