Kjaraviðræður 2022-23

Fréttamynd

Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni

Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög.

Innlent
Fréttamynd

Fé­lags­dómur úr­skurðar í dag

Félagsdómur mun klukkan 14:30 í dag úrskurða um lögmæti verkfallsboðunar Eflingarfólks sem starfar hjá Íslandshótelum. Að öllu óbreyttu hefst verkfallið á hádegi á morgun, þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Skjóti skökku við að tefla fram „karla­stétt með frekar há laun“

Tíðinda er að vænta í vikunni í kjaradeilu Eflingar en að óbreyttu hefjast verkföll á þriðjudag. Sömuleiðis hefur verkfall verið boðað meðal flutningabílstjóra, sem Samtök atvinnulífsins hafa kallað hálaunastétt. Efnahagsráðgjafi SA stendur við það og segir það skjóta skökku við að hálaunaðri karlastétt sé teflt fram í baráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Harðræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðalsteins og afstaða VG

„Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum“. Þessi stutti texti í stefnuskrá Vinstri grænna ætti að vera vitnisburður um það að láglaunafólk megi geta treyst á liðsinni þessa ríkisstjórnarflokks þó vægi hans í ríkisstjórn sé með því minnsta, sem þekkist í lýðræðisríki. En svo er ekki.

Skoðun
Fréttamynd

SA segja stöðuna í kjaradeilunni skelfilega

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skelfilegt að verið sé að boða til enn frekari verkfalla á sama tíma og málaferli standi yfir bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Hann og formaður Eflingar eru hins vegar bæði viss um sigur fyrir Félagsdómi þar sem málflutningur fór fram síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi

Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. 

Innlent
Fréttamynd

Ör­laga­ríkur dagur runninn upp í sögu­legri deilu

Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög.

Innlent
Fréttamynd

Efling vill að skipaður verði nýr sáttasemjari

Formaður Eflingar segir félagið ekki treysta ríkissáttasemjara til að leiða frekari viðræður við Samtök atvinnulífsins og vill að nýr einstaklingur verði fundinn í hans stað. Félagið gafst einnig upp á biðinni eftir úrskurði vinnumarkaðsráðherra á stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og kærði tillöguna til Héraðsdóms í dag.

Innlent
Fréttamynd

Helvítis geðveikin

Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn.

Skoðun
Fréttamynd

Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 

Innlent
Fréttamynd

Vinnu­deilur ekki gagn­legar þegar spenna er í hag­kerfinu

Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á.

Innlent
Fréttamynd

Með­ferðin á Sól­veigu Önnu

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er eldklár kona og hörkudugleg. Hún er einnig gegnheil í baráttu sinni fyrir bættum kjörum láglaunafólks, bæði karla og kvenna. Sólveig Anna skreytir sig ekki með háskólagráðum en byggir málflutning sinn samt á staðreyndum og sérstaklega góðu jarðsambandi við aðstæður félagsmanna Eflingar. Hún er útsjónarsöm og pragmatísk og hefur sýnt sig að vera slyng samningakona.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.