Andóf Pussy Riot

Fréttamynd

Leggja til að Pus­sy Riot-liðar fái ríkis­borgara­rétt

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að komast aftur heim til Rússlands

Rússneska pönksveitin Pussy Riot hélt í gær sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þessa sýningu flokkuðu þær sem tónleika, gjörningalist og pólitískan viðburð. Sýningin var hluti af sýningarferð sem þær fara nú um Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Lilja heimsótti Pussy Riot

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot

Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi.

Innlent
Fréttamynd

Verzilov braggast á þýsku sjúkrahúsi

Rússneskur stjórnarandstæðingur tapaði sjón og getur hvorki talað né gengið eftir að hann veiktist hastarlega í síðustu viku. Eiginkona hans er þess fullviss að eitrað hafi verið fyrir honum.

Erlent
Fréttamynd

Liðsmönnum Pussy Riot sleppt

Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt.

Erlent
Fréttamynd

Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur

Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag.

Erlent