Tónlist

Pussy Riot og Le Tigre vinna í tónlist

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Meðlimir Le Tigre og Pussy Riot í hljóðverinu.
Meðlimir Le Tigre og Pussy Riot í hljóðverinu.

Meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, Nadya Tolokonnikova og Maria Alyokhina, vinna nú í nýrri tónlist og myndböndum með bandarísku kvennapönksveitinni Le Tigre. Þetta kemur fram í tónlistartímaritinu FACT en báðar hljómsveitirnar eru þekktar fyrir uppreisnargirni og femínísk sjónarmið.Í augnablikinu ætla þær að einbeita sér að minni verkefnum svo sem stökum lögum og myndböndum. „Kannski munum við gera plötu einhvern tíma í framtíðinni en í augnablikinu viljum við bara gera myndbönd,“ sagði Tolokonnikova.Til heiðurs Le Tigre spilaði Pussy Riot einmitt lag sitt, Deceptacon, á 20 ára afmælistónleikum tímaritsins Vice í síðustu viku. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.