Kórdrengir

Fréttamynd

Jafn­tefli í loka­leik Lengju­deildar

Kórdrengir misstu frá sér tveggja marka forystu á Ísafirði er liðið gerði 3-3 jafntefli við Vestra í lokaleik tímabilsins í Lengjudeild karla. Um var að ræða frestaðan leik og því var þetta síðasti leikur deildarinnar áður en haldið er í frí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kórdrengir, Selfyssingar og Vestri með heimasigra í Lengjudeildinni

Fimm leikir fara fram í Lengjudeild karla í dag og nú er þrem þeirra lokið. Tíu leikmenn Kórdrengja héldu út gegn Þór frá Akureyri og unnu 2-0. Selfyssingar eru að hrista af sér falldrauginn eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu og Vestri vann góðan 2-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík.

Fótbolti
Fréttamynd

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla

Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kórdrengir vilja beint í B-deildina

Kórdrengir hafa sett á fót handboltalið sem mun taka þátt í deildarkeppni HSÍ í vetur. Þeir hafa fengið inn í 2. deild karla en hafa sóst eftir því við handknattleikssambandið að fara beint upp í næst efstu deild, Grill66-deild karla.

Handbolti
Fréttamynd

Kórdrengir sækja að Eyjamönnum

Kórdrengir unnu 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í síðari leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta. Allt stefnir í harða baráttu þeirra við ÍBV um sæti í Pepsi Max-deild karla að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frá KR í Kórdrengi

Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson hefur skrifað undir lánssamning við Kórdrengi og mun spila með liðinu út leiktíðina. Alex kemur frá KR til Kórdrengja.

Íslenski boltinn