Handbolti

Kórdrengir fara beint í B-deildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kórdrengir fá ósk sína uppfyllta og fara beint í Grill 66 deildina.
Kórdrengir fá ósk sína uppfyllta og fara beint í Grill 66 deildina. Mynd/Vísir

Hanboltalið Kórdrengja hefur fengið ósk sína uppfyllta og mun leika í Grill 66 deildinni á komandi tímabili.

Handbolti.is greinir frá því að stjórn HSÍ hafi samþykkt tillögu mótanefndar um breytingu á Grill 66 deild karla þess efnis að bæði lið Kórdrengja og Berserkja taki sæti í deildinni. Áður hafði verið greint frá því að lið Berserkja taki sæti Víkings sem fluttist upp í Olís-deildina í stað Kríu.

Forsvarsmaður Kórdrengja, Hinrik Geir, staðfestir að liðið muni leika heimaleiki sína í Digranesi, en æfingar félagsins fari fram víða um borgina þar sem að tímar séu lausir.

Það verða því ellefu lið í Grill 66 deildinni í vetur, og samkvæmt HSÍ verður ný leikjadagskrá opinberuð á morgun.


Tengdar fréttir

Kórdrengir vilja beint í B-deildina

Kórdrengir hafa sett á fót handboltalið sem mun taka þátt í deildarkeppni HSÍ í vetur. Þeir hafa fengið inn í 2. deild karla en hafa sóst eftir því við handknattleikssambandið að fara beint upp í næst efstu deild, Grill66-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×