Kórdrengir

Fjölnir og Selfoss enn með fullt hús stiga | Kórdrengir og Fylkir gerðu jafntefli
Fjölnir og Selfoss hafa unnið báða leiki sína í upphafi móts í Lengjudeild Karla í fótbolta. Fjölnismenn unnu 4-1 sigur gegn Þór á meðan Selfyssingar unnu 2-1 sigur gegn Gróttu. Á sama tíma gerðu Kórdrengir og Fylkir 1-1 jafntefli.

Engin vandræði hjá Fylki og Kórdrengjum
Keppni í Mjólkurbikar karla í fótbolta hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram og þar ber helst að nefna leiki Fylkis og Kórdrengja. Bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar og unnu 5-0 sigra á liðum sem leika í 4. deild, Fylkir gegn Úlfunum og Kórdrengir gegn Álftanesi.

XY áfram í Stórmeistaramótið
Stórskemmtilegt einvígi XY og Kórdrengja endaði með sigri XY.

Saga og Ten5ion tryggðu sig inn á Stórmeistaramótið
CS:GO veislan á Áskorendamótinu hélt áfram, Ten5ion og Saga léku gríðarvel.

Svona fór fyrsta umferð Áskorendamótsins
Fyrsta umferðin í Áskorendamótinu í CS:GO fór fram í gærkvöldi þar sem 8 lið etja kappi um 4 sæti á Stórmeistaramótinu

Ljósleiðaradeildinni lokið: Dusty meistarar enn og aftur
21. og síðustu umferð Ljósleiðaradeildarinnar lauk í gærkvöldi með sigri Dusty á Vallea.

20. umferð í CS:GO lokið: stórsigrar og rúst á lokametrunum
20. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á föstudaginn með sigri Dusty á Þór. Baráttan stendur nú um fallsætin.

Saga rústaði Kórdrengjum til að tryggja sig falli
20. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hélt áfram í gærkvöldi þegar Kórdrengir tóku á móti Sögu.

Kórdrengir í essinu sínu í Mirage
19. umferð Ljósleiðaradeildarinnar lauk í gærkvöldi með leik Ármanns og Kórdrengja.

Óvæntur sigur Kórdrengja
Síðari leikur gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO var viðureign Kórdrengja og Vallea. Í spennandi leik höfðu Kórdrengir betur 16–10.

Dusty-vélin sveik ekki gegn Kórdrengjum
17. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með viðureign Dusty og Kórdrengja. Dusty hafði betur 16–9.

Eyjamenn í átta liða úrslit eftir öruggan sigur
ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta með öruggum níu marka sigri gegn Kórdrengjum í kvöld, 30-21.

Kórdrengir skelltu Keflvíkingum
Óvænt úrslit urðu í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld þegar B-deildarlið Kórdrengja skellti úrvalsdeildarliði Keflavíkur.

Fylkismenn lögðu Kórdrengi í annað sinn
Áttunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær á sigri Fylkis á Kórdrengjum 16-10.

„Leyfiskerfi KSÍ er ekkert nema sýndarmennska“
Breytingar á leyfiskerfi KSÍ, sem mæta þörfum félaga á borð við Kórdrengi, Þrótt Vogum og KV, bitna á grasrótarstarfinu í íslenskum fótbolta. Þær stuðla að því að fjármagn fari enn frekar í starf meistaraflokka í stað þess að byggja upp íslenskan fótbolta með skýrum kröfum um öflugt yngri flokka starf.

Dusty burstuðu Kórdrengi
Nýliðarnir í Kórdrengjum lutu í lægra haldi fyrir Dusty 16-3 í leik liðanna í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi.

Skipulagt lið XY lagði árásargjarna Kórdrengi
XY lagði Kórdrengi í fyrsta leik tímabilsins í Vodafone deildinni í CS:GO. Eftir frábæran fyrri hálfleik fór að síga undan fæti hjá Kórdrengjum sem réðu ekkert við sterka sókn XY og töpuðu því 16-12.

Jafntefli í lokaleik Lengjudeildar
Kórdrengir misstu frá sér tveggja marka forystu á Ísafirði er liðið gerði 3-3 jafntefli við Vestra í lokaleik tímabilsins í Lengjudeild karla. Um var að ræða frestaðan leik og því var þetta síðasti leikur deildarinnar áður en haldið er í frí.

Davíð Smári áfrýjar banninu: „Óútskýrð og illskiljanleg“ refsing
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, hefur ákveðið að áfrýja fimm leikja banninu sem hann var úrskurðaður í vegna framkomu í garð dómara í lok leiks við Fram í Lengjudeild karla í fótbolta.

Þjálfari Kórdrengja dæmdur í fimm leikja bann
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja í Lengjudeild karla, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað eftir leik liðsins gegn Fram á dögunum.