Fréttamynd

Vara við því að kveikja eld vegna þurrka

Almannavarnanefnd Austurlands hefur varað við því að opnir eldar verði kveiktir. Þá eru íbúar hvattir til að fara varlega í notkun gas- og kolagrilla auk verkfæra sem geta gefið frá sér neista.

Innlent
Fréttamynd

Við­bragðs­stigum vegna hættu á gróður­eldum af­létt

Viðbragðsstigum vegna hættu á gróðureldum hefur verið aflétt. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra hefur ákveið að aflétta bæði hættu- og óvissustigum vegna gróðurelda á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir gróður­elda­vána komna til að vera

Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar gerðar á ó­vissu- og hættu­stigum vegna hættu á gróður­eldum

Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 

Innlent
Fréttamynd

Áfram hætta á gróðureldum þrátt fyrir úrkomu

Hættustig vegna gróðurelda er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir úrkomu um hvítasunnuhelgina. Áfram er spáð þurrki næstu daga ásamt talsverðum vindi. Til stendur að endurmeta stöðuna á föstudag en þá er von á úrkomu á Suðvesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Hressileg rigning en skammvinn

Það rigndi meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en gert hefur vikum saman, sem mun hafa haft jákvæð áhrif á þurrka í gróðri á suðvesturhorni landsins. Áfram rignir inn í nóttina en styttir upp í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­stigi lýst yfir í Austur-Skafta­fells­sýslu

Hættu­stigi hefur nú verið lýst yfir í Austur Skafta­fells­sýslu vegna hættu á gróður­eldum. Nánast allur vestur­helmingur landsins er nú skil­greindur sem hættu­svæði en Austur Skafta­fells­sýsla er eina svæðið á austur­helmingi landsins þar sem hættu­stigi hefur verið lýst yfir.

Innlent
Fréttamynd

Berjast við sinueld í Hvalfirði

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar berjast nú við sinueld í norðanverðum Hvalfirðinum. Yfir tuttugu manns taka þátt í slökkvistarfinu en slökkviliðsstjórinn segir að stjórn hafi náðst á eldinum.

Innlent
Fréttamynd

Lítill gróðureldur á Laugarnesi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum.

Innlent
Fréttamynd

Gróður­eldar loga í Breið­holti

Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega.

Innlent
Fréttamynd

Gömul og ný tré urðu eldinum í Heiðmörk að bráð

Birki og stafafura sem hafði verið gróðursett voru á stórum hluta þess lands sem brann í gróðureldinum í Heiðmörk í síðustu viku. Gamall birkiskógur varð eldinum, sem er talinn hafa raskað smádýra- og fuglalífi, einnig að bráð.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustig nú á Norðurlandi vestra

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi vestra. Ákvörðunin er tekin í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á svæðinu.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.