Erlend sakamál

Fréttamynd

Grunaður um að drepa tvær ungar konur í Ár­ósum

Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að hafa drepið tvær ungar konur í úthverfi Árósa í Danmörku. Hann var handtekinn í tengslum við dauða átján ára stúlku um helgina en er nú talinn hafa átt þátt í dauða annarrar konu í júlí. Konurnar eru taldar hafa látist af völdum eitrunar.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka koss Ru­bi­a­les sem mögu­legt kyn­ferðis­brot

Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi.

Sport
Fréttamynd

Kettir Ásu fjar­lægðir og komið fyrir í „dauða­at­hvarfi“

Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn í Kristjaníu á­tján ára

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið átján ára gamlan mann í tengslum við skotárás í Kristjaníu í gærkvöldi. Hann er grunaður um morð og tilraunir til morðs í félagi við óþekktan vitorðsmann.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að brjótast út eins og fórnar­lamb hans

Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. 

Erlent
Fréttamynd

Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnar­lambið

Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans.

Erlent
Fréttamynd

Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ís­­nál

Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi.

Erlent
Fréttamynd

Mun aldrei sleppa úr fangelsi

Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016.

Erlent
Fréttamynd

Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire

Ir­vin Carta­gena, dóp­sali í New York borg í Banda­ríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa út­vegað leikaranum Michael K Willi­ams, sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026

Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump

Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi.

Erlent
Fréttamynd

Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti

Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi.

Erlent
Fréttamynd

Rekinn eftir að safn­munir hurfu

Starfsmaður British museum hefur verið rekinn og sætir lögreglurannsókn eftir að dýrmætir safnmunir hurfu og fundust síðar í kompu á safninu.

Erlent
Fréttamynd

Falskir kjör­menn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump

Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar.

Erlent
Fréttamynd

Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þing­kosningarnar

Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Twitter sektað fyrir að af­henda ekki gögn um Trump tíman­lega

Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump.

Erlent
Fréttamynd

Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt

Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Myrti ólétta kærustu sína

Hnefaleikakappinn Félix Verdejo Sánchez hefur verið dæmdur fyrir að fremja mannrán og myrða Keishla Rodríguez Ortiz, sem var ólétt þegar hún var myrt. Tæp tvö ár eru síðan lík Ortiz fannst í lóni í San Juan, höfuðborg Puerto Rico. 

Erlent