Harpa

„Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“
Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína.

Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni
Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi.

Bein útsending: Ljósverkum Ólafs Elíassonar varpað á glerhjúp Hörpu
Tólf nýjum ljósverkum listamannsins Ólafs Elíassonar verður varpað á glerhjúp Hörpu í Reykjavík á gamlársdag og nýársdag. Ólafur gaf Hörpu verkin tólf í tilefni af tíu ára afmæli Hörpu. Hægt verður að fylgjast með verkunum í spilaranum að neðan en sýningin hefst strax á miðnætti.

Hildur og Elín Valgerður í stjórnendastöður hjá Hörpu
Hildur Ottesen hefur tekið við starfi markaðs- og kynningarstjóra Hörpu og Elín Valgerður Margrétardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra Hörpu.

Hádramatísk rósaafhending Bachelor fór fram í Hörpu
Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon.

Listval opnaði sýningarrými í Hörpu
Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan á Hörpu.

Umræður um svefn bíða vegna dökkrauðs Íslands
Í ljósi nýlegra tíðina um fjölgun smita hér á landi og að Ísland sé nú orðið dökkrautt á korti sóttvarnarstofnunar Evrópu hefur verið ákveðið að fresta SVEFN ráðstefnunni, sem átti að fara fram á mánudag í Eldborgarsal Hörpu.

Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu
Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti.

Todmobile aftur á svið eftir fimmtán ára hlé
Upprunaleg útgáfa hljómsveitarinnar Todmobile sem stofnuð var árið 1988 ætlar að koma tónleikagestum í Hörpu í nostalgíukast á laugardag.

Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu
Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu.

Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu
Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er.

Bein útsending: Opnunarhátíð stærsta jarðhitaviðburðar heims í Hörpu
Opnunarhátíð jarðhitaráðstefnunnar World Geothermal Congress (WGC) fer fram í Hörpu í Reykjavík milli klukkan 8:20 og 10 í dag. Um tvö þúsund gestir eru skráðir á ráðstefnuna.

Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu
Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það.

Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu
Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft.

Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið
Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum.

Kröftug kvennastund í Hörpu í tilefni af Bleikum október
Í tilefni af Bleikum október verður Kraftur með kröftuga kvennastund í Hörpu fimmtudaginn 21. október milli klukkan 17:00 og 19:30.

Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu
Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13.

Langþráður draumur að rætast
Concertgebouw hljómsveitin, ein allra besta sinfóníuhljómsveit heims, kemur fram í Eldborg í Hörpu þann 10. nóvember næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur til Íslands en stjórnandi á tónleikunum er hinn bráðungi og eftirsótti hljómsveitarstjóri, Klaus Mäkelä.

Björk hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár
Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark.

Harpa og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði sviðsmanni bætur vegna vinnuslyss
Landsréttur dæmdi Hörpu og Sinfóníuhljósmveit Íslands til að greiða sviðsmanni skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna vinnuslyss nýverið.