Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumar­búðum vegna flóða

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað.

Erlent
Fréttamynd

Yfir­maður FEMA sagðist ekki vita af til­vist fellibyljatímabila

Forsvarsmenn Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa ákveðið að hætta við að nota nýja viðbragðsáætlun við fellibyljum sem ku hafa verið langt á veg komin. Þess í stað ætla þeir að nota áætlunina frá því í fyrra en nýr yfirmaður stofnunarinnar kom starfsmönnum sínum í opna skjöldu í gær þegar hann sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila.

Erlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta ekki rosa­lega pent“

Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í íbúðarhúsum í eldri byggðinni sem er ekki varin fyrir snjóflóðum. Það geti sett viðbragðsaðila í mikla hættu ætli fólk ekki að fylgja reglunum. 

Innlent
Fréttamynd

Líf ó­lík­lega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst

Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir viku­langri þjóðar­sorg

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur lýst yfir viku langri þjóðarsorg vegna jarðskálftanna sem riðu yfir í landinu í síðustu viku og nú í morgun var þögn í öllu landinu á sama tíma og skjálftinn reið yfir.

Erlent
Fréttamynd

Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar

Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann.

Erlent
Fréttamynd

„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfir­gefa heimili sín“

Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt.

Erlent
Fréttamynd

Tala látinna komin yfir þúsund

Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 

Erlent
Fréttamynd

Á annað hundrað látnir í Mjanmar

Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að mörg hundruð séu látin

Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta eru auð­vitað náttúru­ham­farir“

Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda.

Innlent
Fréttamynd

Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá

Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 

Innlent
Fréttamynd

Slegin ó­hug vegna eyðileggingarmáttar náttúru­aflanna

Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum.

Innlent
Fréttamynd

Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávar­botn

Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir neyðar­á­standi á Santorini

Yfirvöld á Grikklandi hafa lýst yfir neyðarástandi á ferðamannaeyjunni Santorini vegna tíðra jarðskjálfta við eyjuna. Þúsundir skjálfta hafa verið skráðir síðan á sunnudag.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir yfir­gefa Santorini vegna skjálfta

Um ellefu þúsundir íbúa á grísku eyjunni Santorini hafa yfirgefið eyjuna eftir mikla skjálftavirkni síðustu daga. Skjálfti 5,2 að stærð mældist milli eyjarinnar og Amorgos í gærkvöldi eftir mikinn fjölda smáskjálfta síðustu vikur.

Erlent
Fréttamynd

Vara við hvirfilbyljum á Bret­lands­eyjum

Breskir veðurfræðingar hafa gefið út rauða viðvörun á norðurhluta Írlands og í Skotlandi vegna öflugrar lægðar sem liggur vestur af Bretlandseyjum. Búist er við mjög öflugum vindhviðum á Bretlandseyjum á morgun og hefur einnig verið varað við mögulegum hvirfilbyljum vegna lægðarinnar.

Erlent