Besta deild kvenna

Fréttamynd

Arna semur við Vålerenga

Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar á fleygi­ferð eftir EM pásuna

Lið Víkings hefur verið á fljúgandi siglingu eftir EM pásuna í Bestu-deild kvenna en liðið hefur náð í tólf stig á þessum kafla. Víkingar skiptu um mennina í brúnni fyrr í sumar og það virðist vera að skila liðinu árangri.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugar­dalnum

Þróttur og FHL gerðu 2-2 jafntefli á Avis-vellinum í dag. Jafnteflið sennilega sanngjarnt á endanum en frammistaða FHL var að mörgu leyti öflug og þær voru beittar í flestum sínum aðgerðum. Þróttur, sem hafa oft spilað betur í sumar, unnu síðast í deildinni fyrir um mánuði síðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Gríðar­lega mikil­vægur sigur“

Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti stórleik í sigri Stjörnunnar á Þór/KA í 17. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Gyða skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar liðið lyfti sér upp í efri hluta deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekki boð­legt fyrir lið eins og Þór/KA“

Þór/KA tapaði fyrir Stjörnunni 4-1 í Garðabæ í 17. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Liðið hefur sótt þrjú stig í sex leikjum eftir EM pásuna og er ljóst að Jóhann Kristinn, þjálfari liðsins, þarf að finna leið og lausnir til þess að liðið detti ekki niður í neðri hluta deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hetja Blika: „Einn leikur í einu“

Þrátt fyrir að hafa tryggt toppliði Breiðabliks hádramatískan sigur á FH, liðinu í 2. sæti Bestu deildar kvenna, var Birta Georgsdóttir með báða fæturna á jörðinni þegar hún ræddi við Sýn Sport eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þær eru hræddar við hana“

Bestu mörkin héldu vart vatni yfir flautumarki Murielle Tiernan í dramatískum 2-1 útisigri Fram á Þór/KA í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Markið var eðlilega til umræðu í þættinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“

„Bara spennufall, ég er bara að ná mér niður. Ég er fáránlega ánægður og stoltur af stelpunum, ég kallaði eftir því að sjá liðið mitt sem spilaði fyrri hluta þessa tímabils og ég fékk það til baka í dag,“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir dramatískan sigur á Þór/KA í Boganum í dag þar sem markið kom úr síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 1-2.

Sport