Besta deild karla

Fréttamynd

Er enginn dauðadómur

Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson má ekkert æfa næstu mánuði eftir að hann fékk blóðtappa í fótinn. Tryggvi verður frá í þrjá til sex mánuði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur endanlega lagt skóna á hilluna.Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag og sagðist vera sáttur að hætta á þessum tímapunkti eftir gott tímabil með með Fram í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikmenn ÍA og Leiknis rændir í Egilshöll

Leiknir og ÍA áttust við í æfingaleik knattspyrnu karla í Egilshöllinni í gær þar sem að bæði lið skoruðu 2 mörk. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en það er öruggt að nokkrir leikmenn úr báðum liðum gleyma þessum leik seint. Þegar liðin fóru í búningsklefann eftir leik kom í ljós að þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig

"Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt,“ sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson.

Fótbolti
Fréttamynd

Matthías fékk bestu meðmæli frá Ólafi Erni

Ólafur Örn Bjarnason, fyrrum leikmaður Brann í Noregi, gaf Matthíasi Vilhjálmssyni bestu meðmæli þegar Mons Ivar Mjelde þjálfari Start var að svipast um framherja á Íslandi. Fyriliði FH mun leika sem lánsmaður hjá Start á næsta keppnistímabili en liðið er í næst efstu deild í Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

Lennon: Þetta var bara vinaleg stríðni

Eftir leikinn á mánudag fóru Steven Lennon og Gary Martin, leikmaður ÍA, mikinn á samskiptasíðunni Twitter þar sem þeir gerðu stólpagrín að Skúla Jóni Friðgeirssyni, leikmanni KR en Fram vann 5-0 sigur á KR þar sem Lennon skoraði öll fimm mörk Framliðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sonur Atla Eðvaldssonar farin frá FH yfir í KR

Emil Atlason hefur ákveðið að skipta úr FH yfir í KR í fótboltanum en þetta kemur fram á heimasíðu KR. Emil Atlason er 19 ára gamall og spilar framarlega á miðjunni eða sem framherji. Hann er sonur Atla Eðvaldsson, fyrrum atvinnumanns og landsliðsfyrirliða og er yngri bróðir landsliðskonunnar Sifjar Atladóttur og Egils Atlasonar sem hefur spilað lengst með Víkingum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sverrir hættur hjá FH

Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild FH um starfslok sín hjá félaginu. Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu FH í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti úrslitaleikur Fram og KR í fimmtán ár er í kvöld

Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í Egilshöllinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. KR er komið í úrslitaleikinn fjórða árið í röð og vann titilinn 2009 og 2010 en Fram hefur ekki unnuð Reykjavíkurmeistaratitilinn síðan 2006 og er í sínum fyrsta úrslitaleik í fjögur ár.

Íslenski boltinn