Besta deild karla

Fréttamynd

Ögmundur: Var búinn að skoða hvar þessir menn skjóta í vítum

"Við spiluðum illa í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt undir 2-0 í hálfleik. Við töluðum saman í hálfleik og peppuðum okkur upp og sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik,“ sagði Ögmundur Kristinsson markvörður Fram og hetja liðsins í vítaspyrnukeppninni þegar Fram varð bikarmeistari í Laugardalnum í kvöld og vann sinn fyrsta titil síðan 1990.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hólmbert Aron: Hafði aldrei unnið neitt í lífinu

"Tilfinning er ógeðslega góð og ég get eiginlega ekki lýst henni," sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar. Fram vann bikarinn í vítakeppni og Hólmbert skoraði bæði í leiknum og í vítakeppninni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Örn: Einhvern vegin náðum við að klára þetta

"Það er frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu. Ég verið lengi í Grindavík og ekki átt mikinn möguleika á því að vinna titla og skyndilega er sá möguleiki kominn," sagði Framarinn Ólafur Örn Bjarnason í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fimmta vítakeppnin í bikarúrslitaleik

Framarar tryggðu sér bikarmeistaratitil karla í kvöld eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í vítakeppni í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvellinum. Leikurinn sjálfur var frábær og endaði með 3-3 jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjörnumenn í dauðafæri

Fram og Stjarnan eigast við í úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í dag en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Framarar hafa tapað fjórum bikarúrslitaleikjum í röð en Stjarnan hefur aldrei unnið titil í meistaraflokki karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vill færa sig yfir í karlaboltann

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í gær að Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefði ákveðið að hætta sem þjálfari A-landsliðs kvenna. Sigurður er eini þjálfarinn í sögu Íslands sem hefur farið með A-landslið á stórmót og það afrekaði hann í tvígang, árið 2009 og 2013.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atla finnst KR ekki nota Emil rétt

Emil Atlason hefur farið á kostum með íslenska U-21 árs landslinu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2015 í Tékklandi. Leikmaðurinn hefur skorað sex af þeim átta mörkum sem liðið hefur gert í fyrstu þremur leikjum riðilsins. Ísland er með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Var umkringdur læknum í hálfleik

Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals, lenti í svakalegu samstuði í leik Vals og Stjörnunnar með þeim afleiðingum að það fossblæddi úr höfðinu á leikmanninum. Leikurinn endaði 1-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fæ vonandi að spila framar

Andrés Már Jóhannesson kvaddi Fylkismenn á sunnudaginn því hann hefur verið kallaður til baka til norska liðsins Haugesund sem lánaði hann fyrr í sumar til Fylkis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

68 mínútur á milli marka

Indriði Áki Þorláksson tryggði Valsmönnum jafntefli á móti Stjörnunni á sunnudagskvöldið og hefur þar með skorað 7 mörk í fyrstu 12 leikjum sínum í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tómas Ingi: Þorvaldur á að horfa á Pepsimörkin

Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur Pepsimarkanna, var afar hissa á Þorvaldi Örlygssyni, þjálfari ÍA, í gær en Þorvaldur sagði að spilamennska síns liðs gegn Fram hefði verið frábær. Liðið tapaði leiknum 1-0 og situr á botni deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Klaufamörk Þórsara í sumar

Joshua Wicks, markvörður Þórs, fékk á sig afar skrautlegt mark í leiknum gegn Víkingi í Ólafsvík í gær. Þetta er ekki fyrsta skrautlega markið sem Þórsarar fá á sig í sumar en þessi mörk hafa ekki verið að hjálpa liðinu mikið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björn Daníel: Davíð Þór er leiðinlegur

Björn Daníel Sverrisson mun yfirgefa FH í lok tímabilsins og ganga í raðir Viking Stavanger en hann skrifaði undir samning við félagið í síðustu viku. Leikmaðurinn hefur verið frábær í Pepsi-deilda karla á tímabilinu og var snemma orðið ljóst að hann myndi fara frá klúbbnum á miðju tímabili eða eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Á eftir sigri kemur tap

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti enn á ný í gær að sætta sig við að tapa næsta leik á eftir sigurleik. Keflvíkingar steinlágu þá 0-3 á móti Fylki í Árbænum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vill helmingsafslátt af nammi vestanhafs

Chukwudi Chijindu kann vel við sig í herbúðum Þórs norðan heiða. Framherjinn hárprúði vissi ekki fyrr en seint í vor að Þór vildi endurnýja kynnin. Chuck væri til í að innleiða fimmtíu prósenta afslátt á sælgæti á laugardögum vestanhafs.

Íslenski boltinn