Rétta skrefið fyrir mig er kannski Holland Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Tvö félög hafa gert tilboð í Hólmbert og verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu. fréttablaðið/valli „Mér líst mjög vel á þetta. Ég held ég sé með tvo góða kosti fyrir framan mig,“ segir Hólmbert Aron en bæði skoska stórliðið Celtic og hollenska úrvalsdeildarliðið Heracles hafa gert Fram tilboð í leikmanninn. Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir að félagið hafi gert báðum félögum gagntilboð og bætir við að lítið beri í milli hjá Fram og félögunum tveimur. Framherjinn ungi fór til reynslu hjá báðum félögum um daginn og hefur augljóslega staðið sig vel þar sem þau vilja bæði kaupa hann. „Heracles er virkilega flottur klúbbur. Þetta er vel spilandi lið. Það er góður kostur fyrir framherja í dag að fara til Hollands. Það sjá menn á árangri íslensku strákanna í deildinni. Það er mikið lagt upp úr sóknarbolta þar og varnarleikurinn kannski ekki alveg í sama gæðaflokki. Það yrði því mjög jákvætt að fara þangað.“Celtic er stærra félag Skoska liðið er aftur á móti stórlið. Með áskrift að skoska meistaratitlinum og í Meistaradeildinni á hverju ári. Það er því eðlilega spennandi kostur. „Það er mun stærra félag sem spilar í Meistaradeildinni. Það er allt mun flottara og stærra þar. Það má aftur á móti gera ráð fyrir að það sé erfiðara að komast í liðið þar og taki lengri tíma. Það er rosaleg stemning á vellinum þar. Sextíu þúsund manns en völlurinn hjá Heracles tekur tíu þúsund manns í sæti,“ segir Hólmbert. Er hann æfði með liðunum á dögunum ræddi hann ekkert almennilega við þjálfarana um hvernig þeir sæju fyrir sér hans hlutverk. „Það kemur væntanlega næst ef liðin ná saman. Það er nægur tími til stefnu.“Þarf að hugsa mig vel um Þarna blasa við Hólmberti tveir mjög ólíkir kostir. Hann myndi væntanlega fá meira að spila í Hollandi og þróa sinn leik, en það er eðlilega mjög spennandi að fá tækifæri með félagi eins og Celtic. Hvað finnst honum meira spennandi í dag? „Celtic er auðvitað mjög heillandi klúbbur enda stórlið. Rétta skrefið fyrir mig er kannski Holland en ég veit það ekki. Celtic heillar auðvitað meira því þar er allt flottara og stærra. Þá er maður líka í Glasgow í borg en í Hollandi væri maður í litlum bæ. Þetta togast á í mér. Ef Celtic vill fá mig af hverju ætti ég ekki að taka það skref? Ég þarf að hugsa þetta ýtarlega.“ Hólmbert sló eftirminnilega í gegn með Fram í Pepsi-deildinni í sumar. Endaði með tíu mörk og lék vel fyrir Framara. Sú frammistaða kom honum heldur betur á kortið. „Þetta er mjög spennandi og það er mjög spennandi að vita af þessum áhuga og að ég eigi tækifæri til að komast út í atvinnumennsku. Það er auðvitað draumurinn. Þetta er því eðlilega spennandi og skemmtilegt.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta. Ég held ég sé með tvo góða kosti fyrir framan mig,“ segir Hólmbert Aron en bæði skoska stórliðið Celtic og hollenska úrvalsdeildarliðið Heracles hafa gert Fram tilboð í leikmanninn. Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir að félagið hafi gert báðum félögum gagntilboð og bætir við að lítið beri í milli hjá Fram og félögunum tveimur. Framherjinn ungi fór til reynslu hjá báðum félögum um daginn og hefur augljóslega staðið sig vel þar sem þau vilja bæði kaupa hann. „Heracles er virkilega flottur klúbbur. Þetta er vel spilandi lið. Það er góður kostur fyrir framherja í dag að fara til Hollands. Það sjá menn á árangri íslensku strákanna í deildinni. Það er mikið lagt upp úr sóknarbolta þar og varnarleikurinn kannski ekki alveg í sama gæðaflokki. Það yrði því mjög jákvætt að fara þangað.“Celtic er stærra félag Skoska liðið er aftur á móti stórlið. Með áskrift að skoska meistaratitlinum og í Meistaradeildinni á hverju ári. Það er því eðlilega spennandi kostur. „Það er mun stærra félag sem spilar í Meistaradeildinni. Það er allt mun flottara og stærra þar. Það má aftur á móti gera ráð fyrir að það sé erfiðara að komast í liðið þar og taki lengri tíma. Það er rosaleg stemning á vellinum þar. Sextíu þúsund manns en völlurinn hjá Heracles tekur tíu þúsund manns í sæti,“ segir Hólmbert. Er hann æfði með liðunum á dögunum ræddi hann ekkert almennilega við þjálfarana um hvernig þeir sæju fyrir sér hans hlutverk. „Það kemur væntanlega næst ef liðin ná saman. Það er nægur tími til stefnu.“Þarf að hugsa mig vel um Þarna blasa við Hólmberti tveir mjög ólíkir kostir. Hann myndi væntanlega fá meira að spila í Hollandi og þróa sinn leik, en það er eðlilega mjög spennandi að fá tækifæri með félagi eins og Celtic. Hvað finnst honum meira spennandi í dag? „Celtic er auðvitað mjög heillandi klúbbur enda stórlið. Rétta skrefið fyrir mig er kannski Holland en ég veit það ekki. Celtic heillar auðvitað meira því þar er allt flottara og stærra. Þá er maður líka í Glasgow í borg en í Hollandi væri maður í litlum bæ. Þetta togast á í mér. Ef Celtic vill fá mig af hverju ætti ég ekki að taka það skref? Ég þarf að hugsa þetta ýtarlega.“ Hólmbert sló eftirminnilega í gegn með Fram í Pepsi-deildinni í sumar. Endaði með tíu mörk og lék vel fyrir Framara. Sú frammistaða kom honum heldur betur á kortið. „Þetta er mjög spennandi og það er mjög spennandi að vita af þessum áhuga og að ég eigi tækifæri til að komast út í atvinnumennsku. Það er auðvitað draumurinn. Þetta er því eðlilega spennandi og skemmtilegt.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira