Íslenski boltinn

Celtic með formlegt tilboð í Hólmbert

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson
Hólmbert Aron Friðjónsson mynd/daníel
Skoska liðið Celtic hefur lagt fram formlegt tilboð í Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmann Fram, en hann hefur verið við æfingar hjá liðinu að undanförnu en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtalið við 433.is í dag.

Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, hefur einnig verið við æfingar hjá félaginu ásamt Hólmberti en ekki er ljóst hvort tilboð hafi borist í hann.

,,Þeir sendu okkur tilboð um helgina," sagði Sverrir við 433.is í dag.

,,Við fengum tilboðið á laugardag og svöruðum þeim í gær, boltinn er hjá þeim núna. Það ber ekki mikið á milli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×