Íslenski boltinn

Guðmundur Magnússon aftur heim í Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Guðjónsson býður hér Guðmund Magnússon velkominn aftur í Fram.
Bjarni Guðjónsson býður hér Guðmund Magnússon velkominn aftur í Fram. Mynd/Fram
Guðmundur Magnússon skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fram og mun spila fyrir Bjarna Guðjónsson í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Guðmundur hefur leikið undanfarin tvö ár með Víkingi í Ólafsvík en hann er uppalinn Framari.

Guðmundur er 22 ára sóknarmaður sem skoraði 3 mörk í 16 leikjum með Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni í sumar þar á meðal eitt mark í 4-3 sigri á Fram á Laugardalsvellinum.

„Fram fagnar heimkomu Guðmundar sem er mikilvægur hluti af því uppbyggingarstarfi sem á sér stað innan félagsins," segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Fram er búið að fá tvo framherja sem heita Guðmundur frá Ólafsvík því á dögunum samdi Guðmundur Steinn Hafsteinsson einnig við Safamýrarliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×