Stjarnan

Fréttamynd

Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni

Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hrafn­hildur Anna til Stjörnunnar

Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir hefur samið við Stjörnuna og mun ganga í raðir félagins þegar yfirstandandi tímabili í Olís-deild kvenna í handbolta lýkur. Hrafnhildur Anna skrifar undir tveggja ára samning í Garðabæ en hún kemur frá Íslandsmeisturum Vals.

Handbolti
Fréttamynd

„Höfum verið að bíða eftir þessu“

„Við erum ekki búnar að spila í einhverja tíu daga svo við höfum verið að bíða eftir þessu,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, um leik dagsins við Stjörnuna. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Barns­hafandi eftir langt ferli sem tók á and­lega

Knatt­spyrnu­konan Gunn­hildur Yrsa Jóns­dóttir og unnusta hennar Erin Mc­Leod eiga von á sínu fyrsta barni saman. Gunn­hildur greindi frá því á dögunum að hún væri barns­hafandi og mun hún því ekki leika með Stjörnunni á yfir­standandi tíma­bili í Bestu deildinni. Ferlið að verða barns­hafandi. Tók hins vegar lengri tíma en þær höfðu á­ætlað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þær skoruðu full auð­veld­lega á okkur í dag“

Stjörnukonur voru grátlega nálægt því að knýja fram framlengingu á Ásvöllum í kvöld en lokaskot Ísoldar Sævarsdóttur var örlítið of stutt. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, notaði skrautleg orð um hversu litlu munaði áður en viðtalið hófst formlega og verða þau ekki færð í prent að þessu sinni.

Körfubolti