Jarðhræringar á Reykjanesi

Fréttamynd

Tveir skjálftar yfir þremur í nótt

Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Virknin gæti aukist í kvöld

Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga í kvöld; sá fyrri 3,4 skömmu fyrir klukkan níu og sá seinni á bilinu 3,1-3,4 um tíuleytið, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur

Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur.

Innlent
Fréttamynd

Besti dagur ársins í Bláfjöllum en bannað að skíða

Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum var súr með að þurfa að loka skíðasvæðinu eftir hádegið í dag að kröfu almannavarna. Hann segir veðrið ekki hafa verið jafngott í ár og færið frábært. Vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi í dag hafa almannavarnir lýst yfir hættustigi og gert þá kröfu að skíðasvæðinu verði lokað.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“

Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti reið yfir í miðju viðtali

Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík

Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans

Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.

Lífið
Fréttamynd

Hættustigi lýst yfir

Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir

Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt.

Innlent
Fréttamynd

Með stærri hrinum frá upphafi mælinga

„Þetta er með stærri hrinum sem við höfum upplifað á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Svoleiðis að þetta er mjög athyglisverður atburður sem er í gangi núna þessa klukkutímana,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Ekki er útilokað að kvika rati upp á yfirborðið.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmaður Landsbankans slasaðist í skjálftanum

Starfsmaður Landsbankans sem var við störf í höfuðstöðvum bankans í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir því óláni í skjálftahrinunni í morgun að fá loftplötu í höfuðið. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálftavirknin ein sú mesta sem sést hefur á Reykjanesi

Jarðskjálftahrinan á Suðurnesjum er enn í gangi og allt eins von á að fleiri skjálftar finnist í byggð. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, segir mjög öfluga virkni á svæðinu en jarðskjálftar hafi komið hver á eftir öðrum nú í rúma klukkustund

Innlent
Fréttamynd

Hvorki tilkynningar um slys né tjón

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir engar tilkynningar hafa borist um tjón eða slys enn sem komið er vegna stórrar og stöðugrar skjálftahrinu á Reykjanesinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu.

Innlent