Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Hjálmar hefur töluvert að gera í samkomubanni

„Ég verð að vera hreinskilinn, það er búið að vera fínt að gera hjá mér,“ segir skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson í viðtali í Brennslunni á FM957 í gær. Hann hefur fengið allskyns fjargigg eftir að samkomubannið skall á.

Lífið
Fréttamynd

Fimm ný smit bætast við

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.778 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um fimm á milli daga.

Innlent
Fréttamynd

Fæðuskortur í skugga COVID-19

Í Afríku sunnan Sahara búa yfir 20 milljónir barna og foreldrar þeirra við mikinn fæðuskort. COVID-19 smitum í Afríku fjölgar nú ört og mikil hætta er á hraðri útbreiðslu í álfunni þar sem innviðir eru ekki nógu sterkir til að stemma stigu við faraldrinum.

Skoðun
Fréttamynd

Tvöfalt fleiri gætu liðið hungur vegna faraldursins

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varar við því að tvöfalt fleiri jarðarbúar gætu staðið frammi fyrir bráðum matvælaóöryggi á þessu ári vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins en áður. Um 265 milljónir manna gætu þá verið í hættu á að líða hungur.

Erlent
Fréttamynd

Okkur líður öllum illa

Á tímum Covid er ekkert eðlilegt. Lífið gengur ekki sinn vanagang, við förum ekki í gegnum daglegt líf áhyggjulaus – öll veraldleg samskipti krefjast varúðar. Við sitjum heima og sjáum í hillingum rútínur sem okkur þóttu áður sjálfsagðar.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður

Við sem samfélag erum að ganga í gegnum erfiða og skrítna tíma þessi misserin og öll erum við sammála um að gera hlutina eins vel og hægt er, styðja hvort annað, sýna skilning og samstöðu auk þess að hlúa vel hvert að öðru. Það efast enginn um mikilvægi þess.

Skoðun
Fréttamynd

Safnað fyrir Lovísu Lind: „Hún er sólskinið í lífi okkar“

Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Lovísu Lind, fjögurra ára fjölfatlaða og langveika stúlku í Vogum á Vatnsleysu. Fjölskyldan þarf á hjólastólabíl að halda til þess að geta ferðast á öruggan hátt, meðal annars vegna reglulegra ferða á Barnaspítala Hringsins vegna veikindanna.

Lífið
Fréttamynd

Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö

Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur.

Innlent