Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Sigurlaug H. S. Traustadóttir skrifar 21. apríl 2020 09:00 Við sem samfélag erum að ganga í gegnum erfiða og skrítna tíma þessi misserin og öll erum við sammála um að gera hlutina eins vel og hægt er, styðja hvort annað, sýna skilning og samstöðu auk þess að hlúa vel hvert að öðru. Það efast enginn um mikilvægi þess. Ríkisstjórn Íslands hefur kynnt fjölþættan aðgerðarpakka til að mæta einstaklingum og fyrirtækjum sem verða fyrir tekjutapi vegna COVID-19 og fá þau miklar þakkir fyrir að standa vel að þessum málum og hafa samfélagið í forgrunni til að lágmarka fjárhagslegt tap eins og hægt er. Mig langar þó að vekja athygli á einum hópi sem gjarnan gleymist í umræðunni. En það eru einstaklingar sem glíma við langvinna sjúkdóma og/eða fötlun og fjölskyldur þeirra. Ég starfa á Barnaspítala Hringsins í teymi sem sinnir langveikum börnum með sjaldgæfa sjúkdóma og miklar stuðningsþarfir og eru því þarfir þeirra mér ofarlega í huga. Ég átta mig þó á því að hér er um töluvert stærri hóp að ræða sem þyrfti meiri fjárhagslegan stuðning stjórnvalda. Hér eru heilu fjölskyldurnar - í sjálfskipaðri sóttkví þar sem einstaklingur á heimilinu er með undirliggjandi heilsufarsvanda. Samkvæmt reglum um sóttkví eru tekjur ekki tryggðar ef um sjálfskipaða sóttkví er að ræða. Ég mun hér tala út frá því að um sé að ræða langveikt barn en þessar áhyggjur mínar ná einnig yfir langveika fullorðna eins og áður sagði. Ég leyfi mér að fullyrða að hver og ein fjölskylda myndi frekar kjósa að þurfa ekki að hafa auknar áhyggjur af heilsu barnsins síns og myndi kjósa, fengju þau raunverulegt val, að senda barnið í skóla og leikskóla og stunda sína vinnu frekar en að vera í verndarsóttkví. Þetta er þó sá raunveruleiki sem margar fjölskyldur sjá sér ekki fært um annað en að velja. Þarna eru þær því að velja sér tekjuleysi um nokkuð langt tímabil þar sem afkoma þeirra er ótrygg. Þessar fjölskyldur eru háðar því að vinnuveitendur foreldra séu skilningsríkir og veiti þeim svigrúm til að sinna sinni vinnu að heiman (með þeim takmörkunum sem það felur í sér að sinna vinnu samhliða umönnun langveiks barns) án þess að verða fyrir tekjutapi. Þetta eru sömu skilningsríku vinnuveitendur sem hafa alla tíð veitt fjölskyldunum mikið svigrúm og stuðning og eflaust eru takmörk fyrir því hve lengi það er hægt í árferði sem þessu. Að ég tali nú ekki um þá foreldra sem starfa hjá minna skilningsríkum vinnuveitendum, þeir foreldrar eru í aukinni hættu á að missa alfarið sína vinnu. Ég vil biðla til stjórnvalda að gleyma ekki þessum viðkvæma hópi í samfélaginu okkar og tryggja afkomu þeirra sem þurfa að vera í verndarsóttkví. Íslenska samfélagið hefur staðið vel saman í gegnum ýmsar þrautir og er að standa sig vel í þessum aðstæðum þar sem samstaða fólks hefur aukist, skilningur, umburðarlyndi og samfélagsleg ábyrgð. Látum ekki viðkvæmustu hópana verða enn viðkvæmari. Tökum höndum saman og styðjum við þau þannig að fjölskyldur geti sinnt börnunum sínum án þess að við bætist áhyggjur af afkomu ofan á áhyggjur af heilsu fjölskyldumeðlima. Ekkert okkar ætti að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli afkomu eða heilsu fjölskyldunnar. Það á líka við um þær fjölskyldur sem eru viðkvæmar fyrir. Kæru ráðherrar, tryggið fjárhagslega afkomu þeirra sem þurfa í verndarsóttkví heilsu fjölskyldunnar vegna. Höfundur er félagsráðgjafi og starfar við stuðningsteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma hjá Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Við sem samfélag erum að ganga í gegnum erfiða og skrítna tíma þessi misserin og öll erum við sammála um að gera hlutina eins vel og hægt er, styðja hvort annað, sýna skilning og samstöðu auk þess að hlúa vel hvert að öðru. Það efast enginn um mikilvægi þess. Ríkisstjórn Íslands hefur kynnt fjölþættan aðgerðarpakka til að mæta einstaklingum og fyrirtækjum sem verða fyrir tekjutapi vegna COVID-19 og fá þau miklar þakkir fyrir að standa vel að þessum málum og hafa samfélagið í forgrunni til að lágmarka fjárhagslegt tap eins og hægt er. Mig langar þó að vekja athygli á einum hópi sem gjarnan gleymist í umræðunni. En það eru einstaklingar sem glíma við langvinna sjúkdóma og/eða fötlun og fjölskyldur þeirra. Ég starfa á Barnaspítala Hringsins í teymi sem sinnir langveikum börnum með sjaldgæfa sjúkdóma og miklar stuðningsþarfir og eru því þarfir þeirra mér ofarlega í huga. Ég átta mig þó á því að hér er um töluvert stærri hóp að ræða sem þyrfti meiri fjárhagslegan stuðning stjórnvalda. Hér eru heilu fjölskyldurnar - í sjálfskipaðri sóttkví þar sem einstaklingur á heimilinu er með undirliggjandi heilsufarsvanda. Samkvæmt reglum um sóttkví eru tekjur ekki tryggðar ef um sjálfskipaða sóttkví er að ræða. Ég mun hér tala út frá því að um sé að ræða langveikt barn en þessar áhyggjur mínar ná einnig yfir langveika fullorðna eins og áður sagði. Ég leyfi mér að fullyrða að hver og ein fjölskylda myndi frekar kjósa að þurfa ekki að hafa auknar áhyggjur af heilsu barnsins síns og myndi kjósa, fengju þau raunverulegt val, að senda barnið í skóla og leikskóla og stunda sína vinnu frekar en að vera í verndarsóttkví. Þetta er þó sá raunveruleiki sem margar fjölskyldur sjá sér ekki fært um annað en að velja. Þarna eru þær því að velja sér tekjuleysi um nokkuð langt tímabil þar sem afkoma þeirra er ótrygg. Þessar fjölskyldur eru háðar því að vinnuveitendur foreldra séu skilningsríkir og veiti þeim svigrúm til að sinna sinni vinnu að heiman (með þeim takmörkunum sem það felur í sér að sinna vinnu samhliða umönnun langveiks barns) án þess að verða fyrir tekjutapi. Þetta eru sömu skilningsríku vinnuveitendur sem hafa alla tíð veitt fjölskyldunum mikið svigrúm og stuðning og eflaust eru takmörk fyrir því hve lengi það er hægt í árferði sem þessu. Að ég tali nú ekki um þá foreldra sem starfa hjá minna skilningsríkum vinnuveitendum, þeir foreldrar eru í aukinni hættu á að missa alfarið sína vinnu. Ég vil biðla til stjórnvalda að gleyma ekki þessum viðkvæma hópi í samfélaginu okkar og tryggja afkomu þeirra sem þurfa að vera í verndarsóttkví. Íslenska samfélagið hefur staðið vel saman í gegnum ýmsar þrautir og er að standa sig vel í þessum aðstæðum þar sem samstaða fólks hefur aukist, skilningur, umburðarlyndi og samfélagsleg ábyrgð. Látum ekki viðkvæmustu hópana verða enn viðkvæmari. Tökum höndum saman og styðjum við þau þannig að fjölskyldur geti sinnt börnunum sínum án þess að við bætist áhyggjur af afkomu ofan á áhyggjur af heilsu fjölskyldumeðlima. Ekkert okkar ætti að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli afkomu eða heilsu fjölskyldunnar. Það á líka við um þær fjölskyldur sem eru viðkvæmar fyrir. Kæru ráðherrar, tryggið fjárhagslega afkomu þeirra sem þurfa í verndarsóttkví heilsu fjölskyldunnar vegna. Höfundur er félagsráðgjafi og starfar við stuðningsteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma hjá Barnaspítala Hringsins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun