Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Sigurlaug H. S. Traustadóttir skrifar 21. apríl 2020 09:00 Við sem samfélag erum að ganga í gegnum erfiða og skrítna tíma þessi misserin og öll erum við sammála um að gera hlutina eins vel og hægt er, styðja hvort annað, sýna skilning og samstöðu auk þess að hlúa vel hvert að öðru. Það efast enginn um mikilvægi þess. Ríkisstjórn Íslands hefur kynnt fjölþættan aðgerðarpakka til að mæta einstaklingum og fyrirtækjum sem verða fyrir tekjutapi vegna COVID-19 og fá þau miklar þakkir fyrir að standa vel að þessum málum og hafa samfélagið í forgrunni til að lágmarka fjárhagslegt tap eins og hægt er. Mig langar þó að vekja athygli á einum hópi sem gjarnan gleymist í umræðunni. En það eru einstaklingar sem glíma við langvinna sjúkdóma og/eða fötlun og fjölskyldur þeirra. Ég starfa á Barnaspítala Hringsins í teymi sem sinnir langveikum börnum með sjaldgæfa sjúkdóma og miklar stuðningsþarfir og eru því þarfir þeirra mér ofarlega í huga. Ég átta mig þó á því að hér er um töluvert stærri hóp að ræða sem þyrfti meiri fjárhagslegan stuðning stjórnvalda. Hér eru heilu fjölskyldurnar - í sjálfskipaðri sóttkví þar sem einstaklingur á heimilinu er með undirliggjandi heilsufarsvanda. Samkvæmt reglum um sóttkví eru tekjur ekki tryggðar ef um sjálfskipaða sóttkví er að ræða. Ég mun hér tala út frá því að um sé að ræða langveikt barn en þessar áhyggjur mínar ná einnig yfir langveika fullorðna eins og áður sagði. Ég leyfi mér að fullyrða að hver og ein fjölskylda myndi frekar kjósa að þurfa ekki að hafa auknar áhyggjur af heilsu barnsins síns og myndi kjósa, fengju þau raunverulegt val, að senda barnið í skóla og leikskóla og stunda sína vinnu frekar en að vera í verndarsóttkví. Þetta er þó sá raunveruleiki sem margar fjölskyldur sjá sér ekki fært um annað en að velja. Þarna eru þær því að velja sér tekjuleysi um nokkuð langt tímabil þar sem afkoma þeirra er ótrygg. Þessar fjölskyldur eru háðar því að vinnuveitendur foreldra séu skilningsríkir og veiti þeim svigrúm til að sinna sinni vinnu að heiman (með þeim takmörkunum sem það felur í sér að sinna vinnu samhliða umönnun langveiks barns) án þess að verða fyrir tekjutapi. Þetta eru sömu skilningsríku vinnuveitendur sem hafa alla tíð veitt fjölskyldunum mikið svigrúm og stuðning og eflaust eru takmörk fyrir því hve lengi það er hægt í árferði sem þessu. Að ég tali nú ekki um þá foreldra sem starfa hjá minna skilningsríkum vinnuveitendum, þeir foreldrar eru í aukinni hættu á að missa alfarið sína vinnu. Ég vil biðla til stjórnvalda að gleyma ekki þessum viðkvæma hópi í samfélaginu okkar og tryggja afkomu þeirra sem þurfa að vera í verndarsóttkví. Íslenska samfélagið hefur staðið vel saman í gegnum ýmsar þrautir og er að standa sig vel í þessum aðstæðum þar sem samstaða fólks hefur aukist, skilningur, umburðarlyndi og samfélagsleg ábyrgð. Látum ekki viðkvæmustu hópana verða enn viðkvæmari. Tökum höndum saman og styðjum við þau þannig að fjölskyldur geti sinnt börnunum sínum án þess að við bætist áhyggjur af afkomu ofan á áhyggjur af heilsu fjölskyldumeðlima. Ekkert okkar ætti að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli afkomu eða heilsu fjölskyldunnar. Það á líka við um þær fjölskyldur sem eru viðkvæmar fyrir. Kæru ráðherrar, tryggið fjárhagslega afkomu þeirra sem þurfa í verndarsóttkví heilsu fjölskyldunnar vegna. Höfundur er félagsráðgjafi og starfar við stuðningsteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma hjá Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við sem samfélag erum að ganga í gegnum erfiða og skrítna tíma þessi misserin og öll erum við sammála um að gera hlutina eins vel og hægt er, styðja hvort annað, sýna skilning og samstöðu auk þess að hlúa vel hvert að öðru. Það efast enginn um mikilvægi þess. Ríkisstjórn Íslands hefur kynnt fjölþættan aðgerðarpakka til að mæta einstaklingum og fyrirtækjum sem verða fyrir tekjutapi vegna COVID-19 og fá þau miklar þakkir fyrir að standa vel að þessum málum og hafa samfélagið í forgrunni til að lágmarka fjárhagslegt tap eins og hægt er. Mig langar þó að vekja athygli á einum hópi sem gjarnan gleymist í umræðunni. En það eru einstaklingar sem glíma við langvinna sjúkdóma og/eða fötlun og fjölskyldur þeirra. Ég starfa á Barnaspítala Hringsins í teymi sem sinnir langveikum börnum með sjaldgæfa sjúkdóma og miklar stuðningsþarfir og eru því þarfir þeirra mér ofarlega í huga. Ég átta mig þó á því að hér er um töluvert stærri hóp að ræða sem þyrfti meiri fjárhagslegan stuðning stjórnvalda. Hér eru heilu fjölskyldurnar - í sjálfskipaðri sóttkví þar sem einstaklingur á heimilinu er með undirliggjandi heilsufarsvanda. Samkvæmt reglum um sóttkví eru tekjur ekki tryggðar ef um sjálfskipaða sóttkví er að ræða. Ég mun hér tala út frá því að um sé að ræða langveikt barn en þessar áhyggjur mínar ná einnig yfir langveika fullorðna eins og áður sagði. Ég leyfi mér að fullyrða að hver og ein fjölskylda myndi frekar kjósa að þurfa ekki að hafa auknar áhyggjur af heilsu barnsins síns og myndi kjósa, fengju þau raunverulegt val, að senda barnið í skóla og leikskóla og stunda sína vinnu frekar en að vera í verndarsóttkví. Þetta er þó sá raunveruleiki sem margar fjölskyldur sjá sér ekki fært um annað en að velja. Þarna eru þær því að velja sér tekjuleysi um nokkuð langt tímabil þar sem afkoma þeirra er ótrygg. Þessar fjölskyldur eru háðar því að vinnuveitendur foreldra séu skilningsríkir og veiti þeim svigrúm til að sinna sinni vinnu að heiman (með þeim takmörkunum sem það felur í sér að sinna vinnu samhliða umönnun langveiks barns) án þess að verða fyrir tekjutapi. Þetta eru sömu skilningsríku vinnuveitendur sem hafa alla tíð veitt fjölskyldunum mikið svigrúm og stuðning og eflaust eru takmörk fyrir því hve lengi það er hægt í árferði sem þessu. Að ég tali nú ekki um þá foreldra sem starfa hjá minna skilningsríkum vinnuveitendum, þeir foreldrar eru í aukinni hættu á að missa alfarið sína vinnu. Ég vil biðla til stjórnvalda að gleyma ekki þessum viðkvæma hópi í samfélaginu okkar og tryggja afkomu þeirra sem þurfa að vera í verndarsóttkví. Íslenska samfélagið hefur staðið vel saman í gegnum ýmsar þrautir og er að standa sig vel í þessum aðstæðum þar sem samstaða fólks hefur aukist, skilningur, umburðarlyndi og samfélagsleg ábyrgð. Látum ekki viðkvæmustu hópana verða enn viðkvæmari. Tökum höndum saman og styðjum við þau þannig að fjölskyldur geti sinnt börnunum sínum án þess að við bætist áhyggjur af afkomu ofan á áhyggjur af heilsu fjölskyldumeðlima. Ekkert okkar ætti að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli afkomu eða heilsu fjölskyldunnar. Það á líka við um þær fjölskyldur sem eru viðkvæmar fyrir. Kæru ráðherrar, tryggið fjárhagslega afkomu þeirra sem þurfa í verndarsóttkví heilsu fjölskyldunnar vegna. Höfundur er félagsráðgjafi og starfar við stuðningsteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma hjá Barnaspítala Hringsins.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun