Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Sigurlaug H. S. Traustadóttir skrifar 21. apríl 2020 09:00 Við sem samfélag erum að ganga í gegnum erfiða og skrítna tíma þessi misserin og öll erum við sammála um að gera hlutina eins vel og hægt er, styðja hvort annað, sýna skilning og samstöðu auk þess að hlúa vel hvert að öðru. Það efast enginn um mikilvægi þess. Ríkisstjórn Íslands hefur kynnt fjölþættan aðgerðarpakka til að mæta einstaklingum og fyrirtækjum sem verða fyrir tekjutapi vegna COVID-19 og fá þau miklar þakkir fyrir að standa vel að þessum málum og hafa samfélagið í forgrunni til að lágmarka fjárhagslegt tap eins og hægt er. Mig langar þó að vekja athygli á einum hópi sem gjarnan gleymist í umræðunni. En það eru einstaklingar sem glíma við langvinna sjúkdóma og/eða fötlun og fjölskyldur þeirra. Ég starfa á Barnaspítala Hringsins í teymi sem sinnir langveikum börnum með sjaldgæfa sjúkdóma og miklar stuðningsþarfir og eru því þarfir þeirra mér ofarlega í huga. Ég átta mig þó á því að hér er um töluvert stærri hóp að ræða sem þyrfti meiri fjárhagslegan stuðning stjórnvalda. Hér eru heilu fjölskyldurnar - í sjálfskipaðri sóttkví þar sem einstaklingur á heimilinu er með undirliggjandi heilsufarsvanda. Samkvæmt reglum um sóttkví eru tekjur ekki tryggðar ef um sjálfskipaða sóttkví er að ræða. Ég mun hér tala út frá því að um sé að ræða langveikt barn en þessar áhyggjur mínar ná einnig yfir langveika fullorðna eins og áður sagði. Ég leyfi mér að fullyrða að hver og ein fjölskylda myndi frekar kjósa að þurfa ekki að hafa auknar áhyggjur af heilsu barnsins síns og myndi kjósa, fengju þau raunverulegt val, að senda barnið í skóla og leikskóla og stunda sína vinnu frekar en að vera í verndarsóttkví. Þetta er þó sá raunveruleiki sem margar fjölskyldur sjá sér ekki fært um annað en að velja. Þarna eru þær því að velja sér tekjuleysi um nokkuð langt tímabil þar sem afkoma þeirra er ótrygg. Þessar fjölskyldur eru háðar því að vinnuveitendur foreldra séu skilningsríkir og veiti þeim svigrúm til að sinna sinni vinnu að heiman (með þeim takmörkunum sem það felur í sér að sinna vinnu samhliða umönnun langveiks barns) án þess að verða fyrir tekjutapi. Þetta eru sömu skilningsríku vinnuveitendur sem hafa alla tíð veitt fjölskyldunum mikið svigrúm og stuðning og eflaust eru takmörk fyrir því hve lengi það er hægt í árferði sem þessu. Að ég tali nú ekki um þá foreldra sem starfa hjá minna skilningsríkum vinnuveitendum, þeir foreldrar eru í aukinni hættu á að missa alfarið sína vinnu. Ég vil biðla til stjórnvalda að gleyma ekki þessum viðkvæma hópi í samfélaginu okkar og tryggja afkomu þeirra sem þurfa að vera í verndarsóttkví. Íslenska samfélagið hefur staðið vel saman í gegnum ýmsar þrautir og er að standa sig vel í þessum aðstæðum þar sem samstaða fólks hefur aukist, skilningur, umburðarlyndi og samfélagsleg ábyrgð. Látum ekki viðkvæmustu hópana verða enn viðkvæmari. Tökum höndum saman og styðjum við þau þannig að fjölskyldur geti sinnt börnunum sínum án þess að við bætist áhyggjur af afkomu ofan á áhyggjur af heilsu fjölskyldumeðlima. Ekkert okkar ætti að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli afkomu eða heilsu fjölskyldunnar. Það á líka við um þær fjölskyldur sem eru viðkvæmar fyrir. Kæru ráðherrar, tryggið fjárhagslega afkomu þeirra sem þurfa í verndarsóttkví heilsu fjölskyldunnar vegna. Höfundur er félagsráðgjafi og starfar við stuðningsteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma hjá Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem samfélag erum að ganga í gegnum erfiða og skrítna tíma þessi misserin og öll erum við sammála um að gera hlutina eins vel og hægt er, styðja hvort annað, sýna skilning og samstöðu auk þess að hlúa vel hvert að öðru. Það efast enginn um mikilvægi þess. Ríkisstjórn Íslands hefur kynnt fjölþættan aðgerðarpakka til að mæta einstaklingum og fyrirtækjum sem verða fyrir tekjutapi vegna COVID-19 og fá þau miklar þakkir fyrir að standa vel að þessum málum og hafa samfélagið í forgrunni til að lágmarka fjárhagslegt tap eins og hægt er. Mig langar þó að vekja athygli á einum hópi sem gjarnan gleymist í umræðunni. En það eru einstaklingar sem glíma við langvinna sjúkdóma og/eða fötlun og fjölskyldur þeirra. Ég starfa á Barnaspítala Hringsins í teymi sem sinnir langveikum börnum með sjaldgæfa sjúkdóma og miklar stuðningsþarfir og eru því þarfir þeirra mér ofarlega í huga. Ég átta mig þó á því að hér er um töluvert stærri hóp að ræða sem þyrfti meiri fjárhagslegan stuðning stjórnvalda. Hér eru heilu fjölskyldurnar - í sjálfskipaðri sóttkví þar sem einstaklingur á heimilinu er með undirliggjandi heilsufarsvanda. Samkvæmt reglum um sóttkví eru tekjur ekki tryggðar ef um sjálfskipaða sóttkví er að ræða. Ég mun hér tala út frá því að um sé að ræða langveikt barn en þessar áhyggjur mínar ná einnig yfir langveika fullorðna eins og áður sagði. Ég leyfi mér að fullyrða að hver og ein fjölskylda myndi frekar kjósa að þurfa ekki að hafa auknar áhyggjur af heilsu barnsins síns og myndi kjósa, fengju þau raunverulegt val, að senda barnið í skóla og leikskóla og stunda sína vinnu frekar en að vera í verndarsóttkví. Þetta er þó sá raunveruleiki sem margar fjölskyldur sjá sér ekki fært um annað en að velja. Þarna eru þær því að velja sér tekjuleysi um nokkuð langt tímabil þar sem afkoma þeirra er ótrygg. Þessar fjölskyldur eru háðar því að vinnuveitendur foreldra séu skilningsríkir og veiti þeim svigrúm til að sinna sinni vinnu að heiman (með þeim takmörkunum sem það felur í sér að sinna vinnu samhliða umönnun langveiks barns) án þess að verða fyrir tekjutapi. Þetta eru sömu skilningsríku vinnuveitendur sem hafa alla tíð veitt fjölskyldunum mikið svigrúm og stuðning og eflaust eru takmörk fyrir því hve lengi það er hægt í árferði sem þessu. Að ég tali nú ekki um þá foreldra sem starfa hjá minna skilningsríkum vinnuveitendum, þeir foreldrar eru í aukinni hættu á að missa alfarið sína vinnu. Ég vil biðla til stjórnvalda að gleyma ekki þessum viðkvæma hópi í samfélaginu okkar og tryggja afkomu þeirra sem þurfa að vera í verndarsóttkví. Íslenska samfélagið hefur staðið vel saman í gegnum ýmsar þrautir og er að standa sig vel í þessum aðstæðum þar sem samstaða fólks hefur aukist, skilningur, umburðarlyndi og samfélagsleg ábyrgð. Látum ekki viðkvæmustu hópana verða enn viðkvæmari. Tökum höndum saman og styðjum við þau þannig að fjölskyldur geti sinnt börnunum sínum án þess að við bætist áhyggjur af afkomu ofan á áhyggjur af heilsu fjölskyldumeðlima. Ekkert okkar ætti að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli afkomu eða heilsu fjölskyldunnar. Það á líka við um þær fjölskyldur sem eru viðkvæmar fyrir. Kæru ráðherrar, tryggið fjárhagslega afkomu þeirra sem þurfa í verndarsóttkví heilsu fjölskyldunnar vegna. Höfundur er félagsráðgjafi og starfar við stuðningsteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma hjá Barnaspítala Hringsins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun