Bílar

Bílasala hefur dregist saman um rúmlega helming í Evrópu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Bílar sem bíða tollafgreiðslu við Sundahöfn.
Bílar sem bíða tollafgreiðslu við Sundahöfn. MYND/vilhelm Gunnarsson

Bílasala í Evrópu hefur dregist saman um um rúmlega helming á milli mars í fyrra og mars í ár. Í mars 2019 seldust 1,2 milljón nýrra bíla innan Evrópusambandsins en í ár voru það 570 þúsund.

Þá hefur samdráttur bílasölu á Ítalíu numið um 85%. Svipaða sögu er að segja í Frakklandi, þar var samdráttur á milli mars mánaða í ár og í fyrra 72%, samkvæmt vef FÍB.

Á fyrsta ársfjórðungi í ár seldust tæplega 2,5 milljónir nýrra bíla í Evrópusambandinu. Það er 25,6% færri bílar en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

Peugeot er söluhæsta tegund álfunnar í mars, Peugeot seldist í tæpum 23 þúsund eintökum í mars.

Rafbílar

Sala á rafbílum er um 8% af heildarsölu nýrra bíla í Evrópu. Rafbílar hafa verið í sókn í álfunni undanfarna mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.