Innlent Skoða uppskipti Burðaráss Bæði Fjármálaeftirlitið og yfirtökunefnd munu skoða uppskipti Burðaráss á milli Landsbankans og Straums fjárfestingabanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Vantar sárlega bílstjóra Strætó berst nú við að koma ferðatíðni á stofnleiðum sínum í lag, en það tókst ekki að halda henni í nema tæpa viku. Einnig á að skoða athugasemdir frá heilbrigðisstofnunum, sem finnst þær hafa orðið útundan. Innlent 13.10.2005 19:37 Úthafskarfi minni en áður Talið er að heildarmagn karfa í úthafinu á svæðinu frá lögsögu Kanada og að Íslandi, sé ríflega einn komma tvær milljónir tonna. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknarleiðangri Íslendinga Rússa og Þjóðverja, sem er nýlokið. Innlent 13.10.2005 19:37 Skaftá enn í vexti Skaftárhlaupið hélt áfram að vaxa fram eftir öllu kvöldi og hefur sjálfsagt vaxið enn í nótt. Vöxturinn hefur verið hægur og stöðugur. Rennsli Eldvatns, sem er önnur kvísl Skaftár, tvöfaldaðist frá miðjum degi í fyrradag til jafnlengdar í gær. Innlent 13.10.2005 19:36 Teknir í landhelgi Varðskipið Týr stóð tvo línubáta að meintum ólöglegum veiðum í Reykjafjarðarál norðaustur af Ströndum í nótt og eru bátarnir nú á leið til Hvammstanga í fylgd varðskipsins. Þar tekur sýlsumaður á Blönduósi við rannsókn málsins og vigtar meðal annars aflann upp úr bátunum. Innlent 13.10.2005 19:37 Borgin semur við Og Vodafone Reykjavíkurborg hefur samið við Og Vodafone um 40 ljósleiðaratengingar á víðneti fyrir helstu starfsstöðvar sínar til næstu fjögurra ára. Þær tengja saman grunnskóla og ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:37 Skaftárhlaup í rénun Hlaupið í Skaftá náði hámarki í gærmorgun en þá mældist rennslið við Sveinstind 720 rúmmetrar á sekúndu. Að sögn Sverris Óskars Elefsen hjá Vatnamælingum Orkustofnunar er því hlaupið orðið álíka hlaupunum 2000 og 2002 en mun stærra og meira en síðasta hlaup, sem var 2003. Innlent 13.10.2005 19:37 18 fíkniefnamál um helgina Átján fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um nýliðna verslunarmannahelgi. Innlent 13.10.2005 19:37 Friðrik Jóhannsson fjárfestir Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Burðaráss, hefur keypt fimmtíu og tveggja prósenta hlut í Tölvumyndum. Sjálfur vildi Friðrik ekki staðfesta þessar upplýsingar, sem fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta kemur í kjölfar sameiningar Landsbankans, Burðaráss og Straums. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Hækkun á bensínverði Essó, Skeljungur og Olís hækkuðu öll bensínverð um tvær og hálfa krónu í dag. Verð á bensínlítranum í sjálfsafgreiðslu er nú almennt 111 krónur og sextíu aurar en lítrinn af díselolíu kostar 110 krónur og sextíu aura. Hvorki Atlantsolía né Orkan hafa hækkað bensínverð. </font /> Innlent 13.10.2005 19:37 Ekki dregur úr bókunum Ekki hefur dregið úr bókunum til Lundúna þrátt fyrir ótta um að fleiri hryðjuverk verði framin í kjölfar sprengjuárásanna á borgina 7. og 21. júlí. Ekki ber heldur á því að fólk afpanti ferðir sínar eða breyti ferðadagsetningum, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. Erlent 13.10.2005 19:37 Byrjað að ráðstafa söluandvirði Tæpum einum milljarði af söluandvirði Landsímans verður varið til að efla GSM-kerfið og stafrænt sjónvarp, bæði á landsbyggðinni og hjá sjófarendum, með aðstoð gervihnatta. Efnt verður til útboðs á framkvæmdunum. Innlent 13.10.2005 19:37 Lausir stólar hjá Samfylkingu Ásgeir Friðgerisson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur ekki gert upp við sig hvort hann kæri sig um að taka sæti Guðmundar Árna Stefánssonar, á Alþingi, þegar Guðmundur Árni tekur við embætti sendiherra í Svíþjóð. Innlent 13.10.2005 19:37 Vænn kinnhestur frá Árna Johnsen Hreimur Heimisson, söngvari hljómsveitarinnar Lands og sona, íhugar að kæra Árna Johnsen fyrir að hafa slegið sig í andlitið á þjóðhátíðarsviðinu í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld. Innlent 13.10.2005 19:37 Óánægðir með starfsfyrirkomulag Dæmi eru um að strætisvagnabílstjórar hafi hætt störfum vegna óánægju með breytingar á starfsfyrirkomulagi samfara nýju leiðakerfi að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs. Innlent 13.10.2005 19:37 Lagt af stað eftir Svölunni Ákveðið hefur verið að Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hafbjörg frá Neskaupsstað freisti þess að finna og bjarga skútunni Svölu en áhöfn hennar var bjargað og flutt til lands með þyrlu LHG sl. nótt. Hafbjörg mun leggja af stað nú síðdegis og er reiknað með að ferðin geti tekið allt að 2 sólarhringa. Innlent 13.10.2005 19:37 Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. Innlent 13.10.2005 19:37 Þjóðhátíðargestir komnir á land Lang flestir þjóðhátíðargestir eru nú komnir í land þrátt fyrir truflanir á flugi í gær. Herjólfur fór aukaferð í nótt og kom til Þorlákshafnar undir morgun og flug hófst á milli Eyja og Bakkaflugvallar klukkan sex í morgun. Innlent 13.10.2005 19:36 Samningar harðlega gagnrýndir Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja gagnrýnir harðlega að aukaleikarar í Eastwood-kvikmyndinni, sem verður tekin upp hér á landi, fái einungis fimm þúsund krónur á dag fyrir að leika í myndinni. Formaður félags íslenskra leikara segir fáránlegt að leikararnir þurfi sjálfir að bera ábyrgð á leikmunum. Innlent 13.10.2005 19:37 Skútufólki bjargað úr sjávarháska Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í morgun með fjóra skipbrotsmenn af skútunni Svölu, sem lenti í hrakningum um 130 sjómílur suðaustur af landinu i gærkvöldi. Þegar seglið hafði rifnað í vindhviðu og lítið var orðið eftir af olíu á vélinni kallaði áhöfnin, sem er íslensk, á aðstoð. Innlent 13.10.2005 19:36 Skaftárhlaupið hefur náð hármarki Skaftárhlaupið náði hámarki við Sveinstind á fimmta tímanum í morgun og komst rennslið þar í 720 rúmmetra á sekúndu. Það jafngildir rúmlega fimmföldum Gullfossi á sumardegi. Rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur hefur verið stöðugt í dag og klukkan þrjú mældist rennslið 116 rúmmetrar á sekúndu. Innlent 13.10.2005 19:37 Misskilningur segir Árni Hreimur Heimisson, söngvari Lands og sona, sakar Árna Johnsen um að hafa slegið sig í andlitið á þjóðhátíðarsviðinu í Vestmannaeyjum á sunnudag. Árni Johnsen segir að það sé misskilningur. Innlent 13.10.2005 19:37 Útlánageta getur tvöfaldast Fjárfestingarfélagið Burðarás hverfur inn í Landsbankann annars vegar og Straum hinsvegar í mestu hræringum á íslenskum fjármálamarkaði sem um getur. Við þetta getur útlánageta Landsbankans tvöfaldast - en það jafngildir því að bankinn gæti lánað 800 milljarða króna. Innlent 13.10.2005 19:37 Fullhraustir í sérmerktum stæðum Til stendur að taka upp hert eftirlit með notkun sérmerktra bílastæða fyrir hreyfihamlaða á Akureyri, bæði á opinberum bílastæðum og einkalóðum. Ástæðan er að nokkuð hefur verið um það að fullhraust fólk heufr verið að nota þessi stæði í heimildarleysi og til mikils óhagræðis fyrir hreyfihamlaða. Innlent 13.10.2005 19:37 Innbrotsþjófur náðist á hlaupum Fjórtán innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um og eftir verslunarmannahelgina, það er frá föstudagsmorgni til hádegis í gær, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:37 Fara ekki inn í Lundúnir "Við förum ekkert inn í Lundúnir vegna þess hversu mikil hætta er á töfum," segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir. Bryndís á bókað flug til Lundúna á fimmtudaginn, þaðan sem hún flýgur til Bangkok níu tímum síðar. Erlent 13.10.2005 19:37 Flestir prúðir um helgina Flestir Íslendingar gengu hægt um gleðinnar dyr um helgina. Engin banaslys urðu, engin nauðgun kærð, fíkniefnamál reyndust færri en venjulega og innbrot tiltölulega fá. Innlent 13.10.2005 19:37 Gísli Marteinn leiðtogaefni Samkvæmt viðhorfskönnun IMG Gallup, telja borgarbúar Gísla Martein Baldursson líklegastan leiðtogaefna sjálfstæðismanna í Reykjavík til að velta R-listanum úr sessi og leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum. Innlent 13.10.2005 19:37 Engin nauðgun tilkynnt Enginn hefur leitað til Stígamóta og Neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála á Landspítalanum eftir helgina.Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir að svipaða sögu hafi verið að segja í fyrra en þá leituðu tíu konur til samtakanna síðar á árinu vegna nauðgana sem tengdust beint útihátíðum um verslunarmannahelgi. Innlent 13.10.2005 19:37 Annasamt hjá Blönduóslögreglu 150 ökumenn voru kærðir í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um verslunarmannahelgina fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók, mældist á 153 kílómetra hraða á klukkustund en það var 17ára ökumaður sem má vænta þess að tapa ökuréttindunum. Innlent 13.10.2005 19:36 « ‹ ›
Skoða uppskipti Burðaráss Bæði Fjármálaeftirlitið og yfirtökunefnd munu skoða uppskipti Burðaráss á milli Landsbankans og Straums fjárfestingabanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Vantar sárlega bílstjóra Strætó berst nú við að koma ferðatíðni á stofnleiðum sínum í lag, en það tókst ekki að halda henni í nema tæpa viku. Einnig á að skoða athugasemdir frá heilbrigðisstofnunum, sem finnst þær hafa orðið útundan. Innlent 13.10.2005 19:37
Úthafskarfi minni en áður Talið er að heildarmagn karfa í úthafinu á svæðinu frá lögsögu Kanada og að Íslandi, sé ríflega einn komma tvær milljónir tonna. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknarleiðangri Íslendinga Rússa og Þjóðverja, sem er nýlokið. Innlent 13.10.2005 19:37
Skaftá enn í vexti Skaftárhlaupið hélt áfram að vaxa fram eftir öllu kvöldi og hefur sjálfsagt vaxið enn í nótt. Vöxturinn hefur verið hægur og stöðugur. Rennsli Eldvatns, sem er önnur kvísl Skaftár, tvöfaldaðist frá miðjum degi í fyrradag til jafnlengdar í gær. Innlent 13.10.2005 19:36
Teknir í landhelgi Varðskipið Týr stóð tvo línubáta að meintum ólöglegum veiðum í Reykjafjarðarál norðaustur af Ströndum í nótt og eru bátarnir nú á leið til Hvammstanga í fylgd varðskipsins. Þar tekur sýlsumaður á Blönduósi við rannsókn málsins og vigtar meðal annars aflann upp úr bátunum. Innlent 13.10.2005 19:37
Borgin semur við Og Vodafone Reykjavíkurborg hefur samið við Og Vodafone um 40 ljósleiðaratengingar á víðneti fyrir helstu starfsstöðvar sínar til næstu fjögurra ára. Þær tengja saman grunnskóla og ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:37
Skaftárhlaup í rénun Hlaupið í Skaftá náði hámarki í gærmorgun en þá mældist rennslið við Sveinstind 720 rúmmetrar á sekúndu. Að sögn Sverris Óskars Elefsen hjá Vatnamælingum Orkustofnunar er því hlaupið orðið álíka hlaupunum 2000 og 2002 en mun stærra og meira en síðasta hlaup, sem var 2003. Innlent 13.10.2005 19:37
18 fíkniefnamál um helgina Átján fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um nýliðna verslunarmannahelgi. Innlent 13.10.2005 19:37
Friðrik Jóhannsson fjárfestir Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Burðaráss, hefur keypt fimmtíu og tveggja prósenta hlut í Tölvumyndum. Sjálfur vildi Friðrik ekki staðfesta þessar upplýsingar, sem fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta kemur í kjölfar sameiningar Landsbankans, Burðaráss og Straums. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Hækkun á bensínverði Essó, Skeljungur og Olís hækkuðu öll bensínverð um tvær og hálfa krónu í dag. Verð á bensínlítranum í sjálfsafgreiðslu er nú almennt 111 krónur og sextíu aurar en lítrinn af díselolíu kostar 110 krónur og sextíu aura. Hvorki Atlantsolía né Orkan hafa hækkað bensínverð. </font /> Innlent 13.10.2005 19:37
Ekki dregur úr bókunum Ekki hefur dregið úr bókunum til Lundúna þrátt fyrir ótta um að fleiri hryðjuverk verði framin í kjölfar sprengjuárásanna á borgina 7. og 21. júlí. Ekki ber heldur á því að fólk afpanti ferðir sínar eða breyti ferðadagsetningum, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. Erlent 13.10.2005 19:37
Byrjað að ráðstafa söluandvirði Tæpum einum milljarði af söluandvirði Landsímans verður varið til að efla GSM-kerfið og stafrænt sjónvarp, bæði á landsbyggðinni og hjá sjófarendum, með aðstoð gervihnatta. Efnt verður til útboðs á framkvæmdunum. Innlent 13.10.2005 19:37
Lausir stólar hjá Samfylkingu Ásgeir Friðgerisson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur ekki gert upp við sig hvort hann kæri sig um að taka sæti Guðmundar Árna Stefánssonar, á Alþingi, þegar Guðmundur Árni tekur við embætti sendiherra í Svíþjóð. Innlent 13.10.2005 19:37
Vænn kinnhestur frá Árna Johnsen Hreimur Heimisson, söngvari hljómsveitarinnar Lands og sona, íhugar að kæra Árna Johnsen fyrir að hafa slegið sig í andlitið á þjóðhátíðarsviðinu í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld. Innlent 13.10.2005 19:37
Óánægðir með starfsfyrirkomulag Dæmi eru um að strætisvagnabílstjórar hafi hætt störfum vegna óánægju með breytingar á starfsfyrirkomulagi samfara nýju leiðakerfi að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs. Innlent 13.10.2005 19:37
Lagt af stað eftir Svölunni Ákveðið hefur verið að Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hafbjörg frá Neskaupsstað freisti þess að finna og bjarga skútunni Svölu en áhöfn hennar var bjargað og flutt til lands með þyrlu LHG sl. nótt. Hafbjörg mun leggja af stað nú síðdegis og er reiknað með að ferðin geti tekið allt að 2 sólarhringa. Innlent 13.10.2005 19:37
Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. Innlent 13.10.2005 19:37
Þjóðhátíðargestir komnir á land Lang flestir þjóðhátíðargestir eru nú komnir í land þrátt fyrir truflanir á flugi í gær. Herjólfur fór aukaferð í nótt og kom til Þorlákshafnar undir morgun og flug hófst á milli Eyja og Bakkaflugvallar klukkan sex í morgun. Innlent 13.10.2005 19:36
Samningar harðlega gagnrýndir Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja gagnrýnir harðlega að aukaleikarar í Eastwood-kvikmyndinni, sem verður tekin upp hér á landi, fái einungis fimm þúsund krónur á dag fyrir að leika í myndinni. Formaður félags íslenskra leikara segir fáránlegt að leikararnir þurfi sjálfir að bera ábyrgð á leikmunum. Innlent 13.10.2005 19:37
Skútufólki bjargað úr sjávarháska Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í morgun með fjóra skipbrotsmenn af skútunni Svölu, sem lenti í hrakningum um 130 sjómílur suðaustur af landinu i gærkvöldi. Þegar seglið hafði rifnað í vindhviðu og lítið var orðið eftir af olíu á vélinni kallaði áhöfnin, sem er íslensk, á aðstoð. Innlent 13.10.2005 19:36
Skaftárhlaupið hefur náð hármarki Skaftárhlaupið náði hámarki við Sveinstind á fimmta tímanum í morgun og komst rennslið þar í 720 rúmmetra á sekúndu. Það jafngildir rúmlega fimmföldum Gullfossi á sumardegi. Rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur hefur verið stöðugt í dag og klukkan þrjú mældist rennslið 116 rúmmetrar á sekúndu. Innlent 13.10.2005 19:37
Misskilningur segir Árni Hreimur Heimisson, söngvari Lands og sona, sakar Árna Johnsen um að hafa slegið sig í andlitið á þjóðhátíðarsviðinu í Vestmannaeyjum á sunnudag. Árni Johnsen segir að það sé misskilningur. Innlent 13.10.2005 19:37
Útlánageta getur tvöfaldast Fjárfestingarfélagið Burðarás hverfur inn í Landsbankann annars vegar og Straum hinsvegar í mestu hræringum á íslenskum fjármálamarkaði sem um getur. Við þetta getur útlánageta Landsbankans tvöfaldast - en það jafngildir því að bankinn gæti lánað 800 milljarða króna. Innlent 13.10.2005 19:37
Fullhraustir í sérmerktum stæðum Til stendur að taka upp hert eftirlit með notkun sérmerktra bílastæða fyrir hreyfihamlaða á Akureyri, bæði á opinberum bílastæðum og einkalóðum. Ástæðan er að nokkuð hefur verið um það að fullhraust fólk heufr verið að nota þessi stæði í heimildarleysi og til mikils óhagræðis fyrir hreyfihamlaða. Innlent 13.10.2005 19:37
Innbrotsþjófur náðist á hlaupum Fjórtán innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um og eftir verslunarmannahelgina, það er frá föstudagsmorgni til hádegis í gær, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:37
Fara ekki inn í Lundúnir "Við förum ekkert inn í Lundúnir vegna þess hversu mikil hætta er á töfum," segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir. Bryndís á bókað flug til Lundúna á fimmtudaginn, þaðan sem hún flýgur til Bangkok níu tímum síðar. Erlent 13.10.2005 19:37
Flestir prúðir um helgina Flestir Íslendingar gengu hægt um gleðinnar dyr um helgina. Engin banaslys urðu, engin nauðgun kærð, fíkniefnamál reyndust færri en venjulega og innbrot tiltölulega fá. Innlent 13.10.2005 19:37
Gísli Marteinn leiðtogaefni Samkvæmt viðhorfskönnun IMG Gallup, telja borgarbúar Gísla Martein Baldursson líklegastan leiðtogaefna sjálfstæðismanna í Reykjavík til að velta R-listanum úr sessi og leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum. Innlent 13.10.2005 19:37
Engin nauðgun tilkynnt Enginn hefur leitað til Stígamóta og Neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála á Landspítalanum eftir helgina.Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir að svipaða sögu hafi verið að segja í fyrra en þá leituðu tíu konur til samtakanna síðar á árinu vegna nauðgana sem tengdust beint útihátíðum um verslunarmannahelgi. Innlent 13.10.2005 19:37
Annasamt hjá Blönduóslögreglu 150 ökumenn voru kærðir í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um verslunarmannahelgina fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók, mældist á 153 kílómetra hraða á klukkustund en það var 17ára ökumaður sem má vænta þess að tapa ökuréttindunum. Innlent 13.10.2005 19:36