Innlent

Borgin semur við Og Vodafone

Reykjavíkurborg hefur samið við Og Vodafone um 40 ljósleiðaratengingar á víðneti fyrir helstu starfsstöðvar sínar til næstu fjögurra ára. Þær tengja saman grunnskóla og ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. Samningurinn gerir Reykjavíkurborg mögulegt að efla gagnanet borgarinnar og jafnframt að tengja fleiri staði fyrir sömu eða lægri upphæð en hingað til hefur verið mögulegt. Traust gagnanet er ein mikilvægasta undirstaða þeirrar öflugu upplýsingatækniþjónustu sem Reykjavíkurborg leggur áherslu á að nýta vegna eigin starfsemi og ekki síður til þess að auka og bæta þjónustu við borgarbúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×