Innlent

Þjóðhátíðargestir komnir á land

Lang flestir þjóðhátíðargestir eru nú komnir í land þrátt fyrir truflanir á flugi í gær.  Herjólfur fór aukaferð í nótt og kom til Þorlákshafnar undir morgun og flug hófst á milli Eyja og Bakkaflugvallar klukkan sex í morgun. Engin kæra barst lögreglu vegna kynferðisofbeldis og engin leitaði til neyðarmóttöku vegna nauðgana í Eyjum um helgina. 28  fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar og tvær líkamsárásir voru kærðar í gærmorgun. Fórnarlambið úr öðru tilvikinu var flutt með flugvél á sjúkrahús í Reykjavík, en náði sér þegar leið á daginn. Umferð á þjóðvegum landsins gekk vel í gær og er Fréttastofunni ekki kunnugt um nein slys



Fleiri fréttir

Sjá meira


×