Innlent

Skaftá enn í vexti

Skaftárhlaupið hélt áfram að vaxa fram eftir öllu kvöldi og hefur sjálfsagt vaxið enn í nótt. Vöxturinn hefur verið hægur og stöðugur. Rennsli Eldvatns, sem er önnur kvísl Skaftár, tvöfaldaðist frá miðjum degi í fyrradag til jafnlengdar í gær. Jarðvísindamenn vilja ekki spá um hversu stórt hlaupið verður eða hvenær það nær hámarki. Vindátt er suðlæg á slóðum hlaupsins og er talið að brennisteinslykt, sem fanst á Akureyri snemma í morgun, geti verið af hlaupinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×