Erlent

Fara ekki inn í Lundúnir

"Við förum ekkert inn í Lundúnir vegna þess hversu mikil hætta er á töfum," segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir. Bryndís á bókað flug til Lundúna á fimmtudaginn, þaðan sem hún flýgur til Bangkok níu tímum síðar. Bryndís segist enga áhættu taka að missa af framhaldsfluginu. "Fólk hefur lent í vandræðum vegna mikilla tafa á samgöngum eftir árásirnar á borgina í síðasta mánuði," segir Bryndís. "Við verðum því bara á flugvellinum í stað þess að fara inn í borgina, eins og við hefðum væntanlega gert undir öðrum kringumstæðum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×