Innlent

Vantar sárlega bílstjóra

Strætó berst nú við að koma ferðatíðni á stofnleiðum sínum í lag, en það tókst ekki að halda henni í nema tæpa viku. Einnig á að skoða athugasemdir frá heilbrigðisstofnunum, sem finnst þær hafa orðið útundan. Eftir að hafa ekið eftir nýja kerfinu í tæpa viku, var tilkynnt síðastliðinn miðvikudag að næstu þrjá daga yrðu breytingar á þjónustunni þannig að á álagstímum næstu þrjá daga yrði lengra á milli ferða en leiðabók segði til um. Á fimmtudag og föstudag yrði ekið á tuttugu mínútna fresti á álagstímum, en ekki tíu mínútna fresti. Og á laugardag var ekið á þrjátíu mínútna fresti allan daginn, en ekki tuttugu mínútna fresti, á álagstímum. Í gær var svo tilkynnt að svona yrði þetta áfram þessa vikuna. Skýringar Stræó eru þær að ekki hafi tekist að manna vagnana. Spurningin er hvort ekki hafi verið sjá það fyrir, áður en nýja kerfið tók gildi. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að í rauninni sé það svo að Strætó hafði góðar vonir um að geta leyst málin. En undanfarið hefur verið mikil eftirspurn eftir vagnstjórum eða mönnum með meirapróf og Strætó því lent í erfiðleikum við að ráða vagnstjóra. Einnig hafa nokkrir hætt og ekki var unnt að manna afleysingastöður.  Hann sagði að búast mætti við þvi að þetta gæti gengið eðlilega fyrir sig að þetta gangi frá og með mánudeginum í næstu viku



Fleiri fréttir

Sjá meira


×