Innlent

Samningar harðlega gagnrýndir

Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja gagnrýnir harðlega að aukaleikarar í Eastwood-kvikmyndinni, sem verður tekin upp hér á landi, fái einungis fimm þúsund krónur á dag fyrir að leika í myndinni. Formaður félags íslenskra leikara segir fáránlegt að leikararnir þurfi sjálfir að bera ábyrgð á leikmunum. Forsvarsmenn Eskimo Models sem gerðu samningana við leikarana vildu ekki veita fréttastofu Stöðvar tvö viðtal um málið í dag en sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir staðfesta að leikararnir beri ábyrgð á leikmunum. Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja gagnrýnir laun leikaranna harðlega. Félag íslenskra leikara gagnrýnir þessa samninga sem gerðir hafa verið við unga menn. Það er fáránlegt að leikararnir þurfi að bera ábyrgð á leikmunum. Þetta sé fáheyrt. Það sé grátlegt að þessir ungu leikarar skuli ekki átta sig á því hvað í samningunum felist. Hann segir að félag Íslenskra leikara muni skoða málið og hvort gripið verði til einhverra aðgerða. Andrea Brabin framkvæmdastjóri Eskimo Models sagði í samtali við fréttastofu að laun leikaranna væru í samræmi við laun leikara í svipaðri stöðu í íslenskum bíómyndum. Um 600 manns hafi gert slíkan samning og þeim sé öllum frjálst að hætta við. Til samanburðar sagði Andrea að í Los Angeles fengju leikarar um 3 þúsund krónur á dag fyrir svipuð hlutverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×