Innlent

Skútufólki bjargað úr sjávarháska

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í morgun með fjóra skipbrotsmenn af skútunni Svölu, sem lenti í hrakningum um 130 sjómílur suðaustur af landinu i gærkvöldi. Þegar seglið hafði rifnað í vindhviðu og lítið var orðið eftir af olíu á vélinni kallaði áhöfnin, sem er íslensk, á aðstoð. Vel gekk að hífa fólkið, þrjá karlmenn og eina konu, um borð í þyrluna og amaði ekkert að fólkinu nema hvað það var marið og hruflað eftir volkið í skútunni. Þyrlan lenti á Höfn á heimleiðinni til að taka eldsneyti og hélt að því búnu til Reykjavíkur. Skútan er nú yfirgefin á reki og ekki liggur fyrir hvort reynt verður að bjarga henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×