Innlent

Lausir stólar hjá Samfylkingu

Ásgeir Friðgerisson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur ekki gert upp við sig hvort hann kæri sig um að taka sæti Guðmundar Árna Stefánssonar, á Alþingi, þegar Guðmundur Árni tekur við embætti sendiherra í Svíþjóð. Tveir þingmenn Samfylkingarinnar eru að hverfa af hinu pólitíska  sjónarsviði; Bryndís Hlöðversdóttir sem réði sig til Háskólans á Bifröst og Guðmundur Árni Stefánsson, sem tekur við embætti sendiherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekur sæti Bryndísar á Alþingi og fyrsti varamaður Guðmundar árna er Ásgeir Friðgeirsson. Hann er hinsvegar ekkert viss um að hann vilji verða þingmaður. Ásgeir rekur sitt eigið ráðgjafafyrirtæki og vinnur mikið fyrir stórfyrirtæki eins og Samson þeirra Björgólfsfeðga, Novator og fleiri aðila, bæði innlenda og erlenda. Ásgeir sagði í samtali við fréttstofuna að hann hefði hreinlega ekki gert upp við sig ennþá, hvað hann muni gera. Sig langi mest til að gera hvorttveggja, en það sé auðvitað útilokað. Hann þurfi því að leggjast undir feld og gera upp við sig hvort hann vilji vera áfram í viðskiptalífinu, eða hella sér út í pólitíkina, á Alþingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×