Erlent

Ekki dregur úr bókunum

Ekki hefur dregið úr bókunum til Lundúna þrátt fyrir ótta um að fleiri hryðjuverk verði framin í kjölfar sprengjuárásanna á borgina 7. og 21. júlí. Ekki ber heldur á því að fólk afpanti ferðir sínar eða breyti ferðadagsetningum, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. "Við höfum ekki séð neinar merkjanlegar breytingar á bókunum til Lundúna," segir Guðjón. Starfsmenn Icelandair hafi ekki heldur orðið varir við að minni ásókn sé í flug til London en undanfarin ár. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, tekur í sama streng. "Farþegar til Lundúna hafa ekki verið að breyta farmiðum sínum frekar en farþegar til annarra áfangastaða okkar," segir Birgir. "Farmiðasala til borgarinnar hefur einnig verið góð miðað við árstíma."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×