Innlent

Byrjað að ráðstafa söluandvirði

Tæpum einum milljarði af söluandvirði Landsímans verður varið til að efla GSM-kerfið og stafrænt sjónvarp, bæði á landsbyggðinni og hjá sjófarendum, með aðstoð gervihnatta. Efnt verður til útboðs á framkvæmdunum. Sturla Böðvarsson segir að ætlunin sé að byggja upp farsímakerfið á þjóðvegum og fjölförnum ferðamannastöðum sem ekki séu rekstrarlega sjálfbær. Verkið verði boðið út og að hinu leytinu var tekin ákvörðum um að leggja til fjármuni úr símasölunni til uppbyggingar stafrænna útvarps- og sjónvarpsendinga til sjófarenda og til þeirra sem eru í mesta dreifbýlinu.Þessar framkvæmdir eru í samræmi við fjarskiptaáætlunina og eru fyrsti liðurinn í því að bæta enn freka mjög gott fjarskiptakerfi á Íslandi. Fyrsti áfangi verksins á að kosta tæpan milljarð að sögn Sturlu en ætlunin er að fjarskiptafyrirtækin keppist um að veita þessa þjónustu en ríkið vilji leggja til fjármagn að þessu marki. Undirbúningur er þegar hafinn og Sturla segir að fjarskiptasjóður verði myndaður og nýttur til þessarar uppbyggingar fjarskiptakerfanna. Það hefur ennfremur verið rætt um að veita fé úr símasölunni til samgöngumála og Sundabrautin nefnd í því sambandi en áætlað er að hún kosti um sextán milljarða. Sturla segir að ætlunin hafi verið að byggja upp innviðina með því að selja eignir ríkisins m.a. fjarskiptakerfin og vegakerfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×