Innlent

Skaftárhlaupið hefur náð hármarki

Skaftárhlaupið náði hámarki við Sveinstind á fimmta tímanum í morgun og komst rennslið þar í 720 rúmmetra á sekúndu. Það jafngildir rúmlega fimmföldum Gullfossi á sumardegi. Rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur hefur verið stöðugt í dag og klukkan þrjú mældist rennslið 116 rúmmetrar á sekúndu. Rennsli Eldvatns við Ása, sem er kvísl úr Skaftá, hefur aukist stöðugt og mun líklega hafa náð hámarki klukkan þrjú í dag. Suðlægur vindur er á svæðinu og náði brennisteinslykt frá hlaupinu allt norður til Akureyrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×