Innlent

Teknir í landhelgi

Varðskipið Týr stóð tvo línubáta að meintum ólöglegum veiðum í Reykjafjarðarál norðaustur af Ströndum í nótt og eru bátarnir nú á leið til Hvammstanga í fylgd varðskipsins. Þar tekur sýlsumaður á Blönduósi við rannsókn málsins og vigtar meðal annars aflann upp úr bátunum. Hér áður og fyrr, þegar landhelgisbrot voru mun tíðari en undanfarin ár, var algengt að lagt væri hald á afla og veiðarfæri, með öðrum orðum varð útgerðin að greiða andvirði þeirra í sekt, auk þess sem skipstjórar voru jafnan sektaðir líka. Ekki liggur fyrir í hverju brot bátanna tveggja liggur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×