Innlent

Fréttamynd

Barnatælari á rauðum bíl

Lögreglan í Kópavogi rannsakar hvort barnaníðingur hafi reynt að tæla þrjá unga drengi út í bíl til sín í Smáralindinni á föstudaginn. Hringt var í almenningssíma í verslunarmiðstöðinni og drengjunum lofað sælgæti ef þeir kæmu út í rauðan bíl á bílastæðinu. Þetta er þriðja sinn á síðustu tíu mánuðum þar sem rauður bíll kemur við sögu í slíkum málum.

Innlent
Fréttamynd

Barnaníðings leitað í Smáralind

Lögreglan í Kópavogi rannsakar hvort barnaníðingur reyni að lokka til sín unga drengi í gegnum símasjálfsala í Smáralindinni. Málið kom upp á föstudag og vinna öryggisverðir verslunarmiðstöðvarinnar með lögreglu að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Kosið í 61 sveitarfélagi

Sveitarfélögum landsins fækkar um 54 ef allar sameiningartillögur verða samþykktar í atkvæðagreiðslu 8. október. Þá verður kosið um tillögur um að sameina samtals 61 sveitarfélag í sextán.

Innlent
Fréttamynd

Setja ofan í við KEA

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á heimasíðu sinni í dag um viðbrögð KEA við því að framkvæmdastjóri fyrirtækisins hyggðst taka sér fæðingarorlof.

Innlent
Fréttamynd

Óstundvísin á sér langa sögu

Icelandair hefur svo mánuðum skiptir verið með óstundvísustu flugfélögum Evrópu. Upplýsingafulltrúinn segir félagið hins vegar vera í mjög góðum málum.

Innlent
Fréttamynd

Féll úr rennibraut og tannbrotnaði

Rúmlega ársgamall drengur datt á höfuðið úr rennibraut í barnagæslu Sporthússins á dögunum. "Það brotnaði í honum tönn og hann marðist einnig á höfðinu," segir móðir hans. "Ég brýndi það sérstaklega fyrir gæslustúlkunum að hann mætti ekki vera einn í rennibrautinni.

Innlent
Fréttamynd

Neitun KEA veldur vonbrigðum

"Samfélagið gerir auknar kröfur um samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og vonbrigði þegar atvinnulífið fylgir ekki með," segir Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.

Innlent
Fréttamynd

Sátt þrátt fyrir ónæði og tafir

Framkvæmdir við Laugaveg milli Barónsstígs og Snorrabrautar hófust í gær og verður gatan í kjölfarið lokuð um þriggja mánaða skeið. Framkvæmdastjóri hárgreiðslustofunnar Tony&Guy fagnar því að lífgað sé upp á götuna þó það kosti tafir og ónæði meðan á framkvæmdum stendur.

Innlent
Fréttamynd

Ekki einhugur í stjórn KEA

Ekki var einhugur í stjórn KEA um þá skoðun að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður var á annarri skoðun og lét bóka það á fundi stjórnarinnar. Þórhallur Hermannsson varastjórnarmaður tók undir bókun hennar.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaðaraukning hjá Og Vodafone

321 milljóna króna hagnaður varð á rekstri Og fjarskipta hf. sem aftur skiptist í Og Vodafone og 365 prent- og ljósvakamiðla, eftir tekjuskatt á fyrri helmingi ársins 2005 samanborið við 222 milljóna króna hagnað miðað við sama tímabil í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innbrot í vesturborginni

Hjón í íbúð í fjölbýlishúsi í vesturborginni vöknuðu upp við mannaferðir í íbúð sinni í nótt. Þau hringdu úr farsíma í lögregluna sem greip mennina á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja framhaldsskóla í Borgarnes

Bæjarstjórn Borgarbyggðar stefnir að því að funda með rektor Háskólans á Bifröst og skólastjóra Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um möguleika á að koma upp framhaldsskóla í Borgarnesi. Málið er á byrjunarstigi en þó hefur hugmyndin verið rædd við einhverja þingmenn kjördæmisins.

Innlent
Fréttamynd

Launaþak hefur áhrif á fáa

Launaþak Fæðingarorlofssjóðs hefur áhrif á rúmlega fjögur prósent umsækjenda, að því er fram kemur í fréttum Tryggingastofnunar ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Minnisvarði afhjúpaður

Minnisvarði um fórnarlömbin sex sem létust af völdum flugslyssins í Skerjafirði var afhjúpaður í gærkvöld.  Þá voru liðin fimm ár frá slysinu, en vélin flutti farþega frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Rollur við Reykjanesbraut

Sex kindur sáust á beit í mosavöxnu hrauninu við Reykjanesbrautina á dögunum. Þetta er í þriðja skiptið í sumar sem lögreglunni í Keflavík berast kvartanir vegna þessa. Kindurnar virtust ekkert kippa sér upp við umferðina.

Innlent
Fréttamynd

Fengu 5.000 krónur í laun á viku

Fulltrúar frá stéttarfélagi Vökuls á Hornafirði höfðu fyrir nokkru afskipti af störfum fjögurra þýskra stúlkna sem unnu á kaffihúsi á Breiðdalsvík á mun lægri töxtum en íslenskir kjarasamningar segja til um. Hættu stúlkurnar allar störfum í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur á Þingvöllum

Þrír voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi eftir harðan árekstur fólksbíls og vörubíls á Þingvöllum um miðjan dag í gær. Meiðsl þeirra eru þó ekki lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Styður kröfur samkynhneigðra

Siðmennt, félag um borgaralegar athafnir, lýsir því yfir að samkynhneigðir eigi að njóta nákvæmlega sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar. Það eitt að til séu sérstök lög um réttindi samkynhneigðra sýni að pottur sé brotinn í íslenskum lögum. Í lýðræðissamfélagi er það lágmarkskrafa að einstaklingar njóti sömu réttinda óháð séreinkennum þeirra, segir í yfirlýsingu Siðmenntar.

Innlent
Fréttamynd

Erilsamt hjá björgunarsveitum

Umhleypingasamt var víða á suðvesturhorni landsins í gær og fengu lögregla og björgunarsveitir ærin starfa við að bjarga lausum hlutum í verstu hviðunum. Mikill vindstrengur var fyrir Hafnarfjall í Borgarfirði með þeim afleiðingum að þrír bílar með hjólhýsi og einn með tjaldvagn í eftirdragi fuku útaf. Eitt hjólhýsið gjöreyðilagðist.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Þór glaður en Ögmundur ekki

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna taka misjafnlega í fyrirhugaða lækkun tekjuskatts og virðisaukaskatts um áramót. Magnús Þór Hafsteinsson er ánægður en Ögmundur Jónasson segir brýnast að hækka fjármagnstekjuskattinn. Ágúst Ólafur Ágústsson vill lækka skatt á mat um helming. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Málið í kerfinu

Enn er allt óljóst með sakhæfi konu þeirrar er lögregla telur hafa staðið fyrir sprengjuhótuninni í Leifsstöð fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Gámar fuku í sjóinn

Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sinntu tugum hjálparbeiðna í gær. Margt lauslegt tókst á loft en skemmdir voru ekki miklar. Vindur mældist 43 metrar á sekúndu í sterkustu hviðunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tjaldvagn fauk á bíla í roki

Það blæs hressilega í höfuðborginni, meira en 20 metra í sterkustu hviðunum. Tjaldvagn fauk á tvo kyrrstæða bíla, plötur losnuðu af Korpuskóla, bárujárnsplötur tókust á loft og ryðguð þakrenna sópaðist af húsi í Hafnarfirði. Bílstjórar verða að gæta sín á ýmsu sem fýkur út á götu, frauðplastkössum, plasttunnum, hríslum úr görðum og þvílíku.

Innlent
Fréttamynd

Uppgreftri í Eyjum lokið í ár

Uppgreftri húsa í Vestmannaeyjum undir vinnuheitinu Pompei norðursins er lokið í ár. Fram undan er frágangur á uppgraftarsvæðinu fyrir veturinn í því skyni að varðveita það sem birst hefur og koma í veg fyrir vikurfok í vetur. Nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Réðust þrír gegn einum

Ráðist var á ungling á sautjánda aldursári í Sandgerði í fyrrinótt með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Voru að verki þrír aðilar sem lögreglan í Keflavík kannaðist við og hefur þegar yfirheyrt.

Innlent
Fréttamynd

Mjög hvasst undir Hafnarfjalli

Mjög hvasst er nú undir Hafnarfjalli en þar eru hviður allt upp í 43 metra á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi hvetur fólk með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum að keyra ekki þar um fyrr en veðrið hefur gengið niður og hvetur hún aðra til að fara varlega þar um slóðir.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti prófasturinn

Fyrsti prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis sem stofnað var 1. ágúst er séra Agnes Sigurðardóttir sem er sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli og hefur verið prófastur Ísafjarðarprófastsdæmis.

Innlent
Fréttamynd

Varað við stormi suðvestanlands

Það blæs hressilega í höfuðborginni, nóg til að velta um bárujárni og sópa ryðgaðri þakrennu af húsi í Hafnarfirði svo að dæmi sé tekið. Varar Veðurstofan við stormi suðvestanlands, suðaustanátt og austanátt, allt að 23 metrum á sekúndu. Spáin gerir ráð fyrir að það lægi talsvert um og eftir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Grænfriðungar herja á rækjuskip

Grænfriðungar hafa undanfarna daga herjað á rækjuskipið Pétur Jónsson, sem er að veiðum á Flæmska hattinum. Skipstjórinn segist ekkert skilja í þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hjólhýsum enn ekki óhætt

Enn er nokkuð hvasst undir Hafnarfjalli þótt nokkuð hafi lægt frá því fyrr í dag. Þá mældust hviður allt upp í 43 metra á sekúndu en sterkustu hviður nú hafa mælst um 28 metrar á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi segir fólki með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum enn ekki óhætt að aka undir fjallinu og biður það að halda kyrru fyrir þar til veðrið gengur niður.

Innlent