Innlent

Ekki einhugur í stjórn KEA

Ekki var einhugur í stjórn KEA um þá skoðun að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður var á annarri skoðun og lét bóka það á fundi stjórnarinnar. Þórhallur Hermannsson varastjórnarmaður tók undir bókun hennar. Úlfhildur sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna þessa þar sem hún gagnrýnir það að efasemdir um réttmæti laganna í þessum tilvikum hafi verið gerðar að skoðun stjórnar KEA í heild sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×