Innlent

Styður kröfur samkynhneigðra

Siðmennt, félag um borgaralegar athafnir, lýsir því yfir að samkynhneigðir eigi að njóta nákvæmlega sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar. Það eitt að til séu sérstök lög um réttindi samkynhneigðra sýni að pottur sé brotinn í íslenskum lögum. Í lýðræðissamfélagi er það lágmarkskrafa að einstaklingar njóti sömu réttinda óháð séreinkennum þeirra, segir í yfirlýsingu Siðmenntar. Sérstök lög um stöðu samkynhneigðra séu álíka óviðeigandi og sérstök lög um konur, sérstök lög um fólk af ólíkum kynþáttum, sérstök lög um fólk með ólíkar trúarskoðanir eða með mismunandi stjórnmálaafstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×