Innlent

Setja ofan í við KEA

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á heimasíðu sinni í dag um viðbrögð KEA við því að framkvæmdastjóri fyrirtækisins hyggðst taka sér fæðingarorlof. Hún segir stjórnendur KEA fara villu vegar þegar þeir segja orlofsréttinn ekki gilda um stjórnendur á háum launum. Eitt af markmiðum með að menn haldi obbanum af launum sínum í fæðingarorlofi hafi einmitt verið til þess jafna rétt kynjanna. Þannig sé jafnmikil áhætta að ráða karl og konu í toppstöðu. Þá harmar og mótmælir félag ábyrgra feðra samningnum, sem gerður var við fyrrverandi framkvæmdastjóra KEA og hvetur feður til að taka sér fullt fæðingarorlof.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×