Innlent

Fréttamynd

Lögregla tekur á mótmælendum

Einn erlendur mótmælandi var í haldi lögreglu í rúmlega hálfan sólarhring eftir að hafa verið tekinn höndum fyrir utan Mál og menningu í gærkvöld. Tveir mótmælendur, karlmaður og kona, voru handtekinn í gærkvöld þar sem þau voru á gangi á Laugaveginum.

Innlent
Fréttamynd

Níræð skákkona sigurviss

Níræð kona sem tók þátt í fjöltefli við Friðrik Ólafsson í dag, æfði sig á skáktölvu áður en hún lagði til atlögu við stórmeistarann.

Innlent
Fréttamynd

Litlar líkur á yfirtöku

Markaðssérfræðingar Sunday Times spá í líkurnar á yfirtökutilboði FL-Group, sem á Icelandair, í easyJet. Bent er á að gengi bréfa í easyJet hafi verið hærra fyrir helgi en allt árið á undan og er sú hækkun rakin til hugsanlegrar yfirtöku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miðborgin í nótt

Nokkur ölvun var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og hafði lögreglan í nógu að snúast. Kona var flutt á slysadeild eftir að maður hafði slegið hana í Austurstræti. Áverkarnir voru ekki taldir alvarlegir.

Innlent
Fréttamynd

Björn tjáir sig um R-listann

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, gerir R-listann að umfjöllunarefni í pistli á heimasíðu sinni í dag. Björn segir listann hættan að snúast um annað en útdeilingu á völdum, hugmyndafræðilegt inntak hans sé ekkert og stjórn hans á málefnum Reykjavíkurborgar sé sorglegt dæmi um, hvernig fari, þegar hver höndin sé uppi á móti annarri og allir séu með hugann við að skara eld að eigin köku.

Innlent
Fréttamynd

Vilja nýjan R-lista án VG

Tillögur eru innan raða Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar um að flokkarnir bjóði fram sameiginlega í næstu borgarstjórnarkosningum og haldi þannig merkjum R-listans á lofti.

Innlent
Fréttamynd

Eru Íslendingar enn danskir?

Danskur lektor við háskólann í Árósum, segir að Íslendingar séu í raun Danir og vísar í dönsku stjórnarskrána máli sínu til stuðnings.

Innlent
Fréttamynd

Salmonella í innfluttu grænmeti

Salmonella fannst í sjö prósentum ferskra kryddjurta og annarra ferskra matvara frá Taílandi, í nýrri könnun umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Umhverfisstofnun ráðleggur neytendum að meðhöndla ferskar matvörur frá Taílandi þannig að lágmarkslíkur séu á krossmengun.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á konu

Mikill mannfjöldi lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöld og hafði lögregla í nógu að snúast um nóttina. Ölvun var áberandi, einkum síðla nætur, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

Fjörutíu milljónir í Baugs-snekkju

Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002.

Innlent
Fréttamynd

Koma ekki á óvart

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir fréttir af endalokum R-listans síst orðum auknar og ekki koma á óvart. Björn gagnrýnir R-listann harðlega í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Salmonella í matvöru

Salmonella hefur greinst í ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Tælandi að því er fram kemur á síðu umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Salmonella greindist í sjö prósentum sýna og eru þær niðurstöður betri en búist hafið verið við en eru ekki ásættanlegar. Niðurstöðurnar eru sambærilegar við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Svíþjóð.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar samsæriskenningum

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómir hafnar því sem hann kallar samsæriskenningum feðganna Jóhannesar Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Jón Steinar sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna ummæla feðganna í Fréttablaðinu á laugardaginn. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Ölvun á dönskum dögum

Nokkur ölvun og slagsmál voru á bryggjuballi á dönskum dögum í Stykkishólmi í nótt. Einn var fluttur á lögreglustöðina eftir að hafa ráðist á lögreglubílinn við bryggjuna. Þá voru brotnar þrjár tennur í manni í fyrrinótt. Hann kom sér sjálfur til læknis en hann hlaut einnig skurð á augabrún.

Innlent
Fréttamynd

Suðurnes um helgina

Ungur maður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með áverka í andliti eftir líkamsárás í Garði en þar var haldin Sólseturshátíð um helgina. Nokkur mannfjöldi var samankominn í bænum vegna hátíðarinnar og þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmennum vegna ungs aldurs og áfengisneyslu.

Innlent
Fréttamynd

Allt að tíu þúsund á Dönskum dögum

Talið er að átta til tíu þúsund manns hafi verið á Dönskum dögum sem fram fóru í Stykkishólmi um helgina. Gekk hátíðin vel fyrir sig að sögn Berglindar Þorbergsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Yfirtökuskylda könnuð

Yfirtökunefnd er nú að kanna hvort nýir hluthafar í Icelandair, eða FL Group, séu svo tengdir Baugi og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fjárhagslega, að yfirtökuskylda hafi myndast. Yfirtökunefnd hefur fjallað um málefni FL Group á nokkrum fundum sínum og skipað sérstaka nefnd til þess að kanna hvort nokkrir hluthafar í fyrirtækinu væru svo efnahagslega tengdir að yfirtökuskylda hafi myndast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Fljótsdal

Þrítugur maður slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðuklaustur í Fljótsdal um klukkan sex í morgun. Hann var fluttur með sjúkrabíl á flugvöllinn á Egilsstöðum þaðan sem hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Maðurinn sem var einn í bílnum er grunaður um ölvun.

Innlent
Fréttamynd

Beðið eftir enska boltanum

Hundruðir bíða enn eftir því að fá enska boltann heim í stofu. Síminn vonast til að sá listi verði hreinsaður upp á næstu dögum. Stjórn Arsenalklúbbsins hélt fund á Players í dag og horfu í leiðinni á leik Arsenal og Newcastel sem fór tvö núll fyrir þeim fyrrnefndu.

Innlent
Fréttamynd

R-listaflokkar leita allra leiða

R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir færðir í fangageymslur

Danskir dagar í Stykkishólmi um helgina fóru að mestu leyti vel fram, að sögn lögreglu. Talsverð ölvun var þó í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum mönnum vegna óláta.

Innlent
Fréttamynd

Á gjörgæslu eftir umferðarslys

Maður um þrítugt var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að pallbíll sem hann ók valt við Skriðuklaustur í Fljótsdal snemma í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir ósammála

Það hriktir í stoðum R-listans. Borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur hann einu leiðina til að hindra valdatöku Sjálfstæðisflokksins í borginni, og segist aldrei munu standa að samþykkt sem leiði það af sér.

Innlent
Fréttamynd

Gæti fleiri tilefni til skoðunar

"Ég tel að hægt væri að gera alla stjórnendur og fyrirtækjaeigendur á Íslandi að glæpamönnum ef fyrirtæki þeirra væru skoðuð ofan í kjölinn," segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum forstjóri Norðurljósa.

Innlent
Fréttamynd

Allar framkvæmdir út úr friðlandi

Framkvæmd Norðlingaölduveitu verður öll utan friðlandsins Þjórsárverum að því er Samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Kannabis í bíl í Keflavík

Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af ökumanni og farþega á bíl, nú undir morgun, eftir að áhaldi til kannabisneyslu var hent út um glugga bílsins. Við leit á mönnunum fannst smáræði af kannabisefnum.

Innlent
Fréttamynd

Kjartan kom til Stokkseyrar

Kjartan Jakob Hauksson kom til Stokkseyrar síðla í gær eftir rúmlega sólarhringslanga sjóferð frá Hjörleifshöfða. Fjölmenni var við höfnina til að taka á móti honum. Nokkrir fóru út á kajökum til að taka á móti honum og fylgja honum síðasta spölinn. Kjartan Jakob var hins vegar ekki þreyttari en svo að hann stakk þá af.

Innlent
Fréttamynd

Skaðleg áhrif á samkeppni

Þeir sem ætla að fylgjast með enska boltanum í gegnum ADSL þurfa að hafa tengingu hjá Símanum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir vísbendingar um að það kunni að hafa skaðleg áhrif á samkeppni.

Innlent
Fréttamynd

Viðbrögð Baugsfeðga við ákærum

Baugsfeðgarnir, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir telja með ólíkindum að einn reikningur, sem lögreglan vissi ekki hvort væri debit eða kredit, skyldi vera tilefni hinnar miklu rannsóknar á fyrirtækinu. Þeir bera Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, þungum sökum.

Innlent
Fréttamynd

Varðskipin í kvikmynd Eastwoods

Varðskipið Óðinn kemur íslenskum sjómönnum ekki að miklu gagni næstu dægrin og Týr líkast til ekki heldir því Landhelgisgæslan hefur leigt erlendum kvikmyndagerðarmönnum skipin. Óskað var eftir tveimur skipum og lofaði Landhelgisgæslan að gera sitt besta, en lofaði einungis Óðni sem lítið er notaður nema þegar Ægir og Týr eru í viðgerð.

Innlent