Innlent Yfir 2.000 ótryggðir bílar Ríflega 2.200 bifreiðar voru í gær á skrá Umferðarstofu yfir óvátryggða bíla, þar af voru um 800 sem verið höfðu á listanum frá því fyrir áramót. Gera má því ráð fyrir að yfir þriðjungur þeirra sem á annað borð skulda tryggingar trassi það mánuðum saman að borga. Innlent 13.10.2005 19:45 Konur hafa áhrif á heimsmálin Askalú Menkeríos, fyrrverandi hermaður og núverandi menningarmálaráðherra Erítreu, segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi sannað það fyrir heiminum að konur geti verið þjóðarleiðtogar og haft áhrif á heimsmálin. Hún er komin hingað til lands til að sitja heimsfund menningarmálaráðherra úr röðum kvenna. Innlent 13.10.2005 19:45 Vill hjálp tryggingafélaganna Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir stöðuga "rassíu" í gangi hjá lögreglu við að klippa númer af óvátryggðum ökutækjum. Sökum umfangs segir hann lögreglu þó gjarnan vilja sjá breytingar á vinnulagi við starfann. Innlent 13.10.2005 19:45 Fíkniefni fundust í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði, við húsleit í gærkvöldi, hald á 200 grömm af fíkniefnum, aðallega kannabisefnum og Kókaíni. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum og við yfirheyrslur játaði hann að eiga efnið, en það var ætlað til sölu. Málið telst upplýst og var manninum sleppt að loknum yfirheyrslum.</font /> Innlent 13.10.2005 19:45 Vara við gylliboðum Norrænir neytendaumboðsmenn hafa kært til bandarískra stjórnvalda gylliboð um ferðavinninga til Karíbahafsins. Þeir sem standa að baki gylliboðunum hafa náð símleiðis til neytenda eða með því að hvetja þá til kaupa í gluggauglýsingum á Netinu. Innlent 13.10.2005 19:45 Fleiri karlar með doktorspróf Fleiri karlar meðal háskólakennara hafa lokið doktorsprófi en konur. Tæplega þriðjungur karla eða 31% meðal kennara í skólum á háskólastigi hefur lokið doktorsprófi en aðeins um 12% kvenna. Innlent 13.10.2005 19:45 Mikil fækkun nýrra sjúklinga "Þetta er jákvætt skref sem orðið hefur að tala nýrra sjúklinga hefur ekki verið minni síðan 1995," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, en í nýrri ársskýrslu SÁÁ kemur fram að nýir sjúklingar á stofnuninni hafa ekki verið færri í tíu ár þrátt fyrir að almennt sígi á ógæfuhlið að öðru leyti. Innlent 13.10.2005 19:45 Níu slasast í bílslysi Níu manns slösuðust í umferðarslysi á Akureyri í gærkvöldi. Tveir bílar rákust saman á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu, en báðir bílarnir voru að aka á grænu ljósi. Innlent 13.10.2005 19:45 Varnarliðsmaðurinn neitar sök Varnarliðsmaðurinn sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Keflavíkurflugvelli sunnudaginn 14. ágúst hefur verið fluttur frá Keflavíkurflugvelli til Þýskalands. Þar er hann í haldi í herbúðum varnarliðsins. Hann neitar staðfastlega sök, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 13.10.2005 19:45 Lundapysja í Örfirisey Lundapysja spókaði sig um á athafnasvæði Lýsis í Örfirisey í Reykjavík í gærmorgun. Þorsteinn Waagfjörð, starfsmaður fyrirtækisins, gekk fram á pysjuna og segir hana hafa verið ráðvilta og magra. Innlent 13.10.2005 19:45 Varnarliðsmenn ganga berserksgang "Það fer ekkert á milli mála að framkoma þessara manna hefur versnað til muna síðustu misserin," segir Magnús Jóhannsson, framkvæmdastjóri leigubílafyrirtækisins Ökuleiða í Keflavík. Tvívegis nú á stuttum tíma hafa bandarískir hermenn gengið berserksgang í bílum fyrirtækisins með þeim afleiðingum að eigendurnir urðu fyrir allmiklu tjóni. Innlent 13.10.2005 19:45 Misbrestur á orlofsgreiðslum Verslunarmannafélag Reykjavíkur brýnir fyrir starfsfólki að fara vel yfir launaseðla sína, því dæmi eru um að sumarstarfsfólk verði af orlofslaunum á haustin. Í flestum tilfellum er um gleymsku vinnuveitenda að ræða. Innlent 13.10.2005 19:45 Átta sýningar á vetrardagskrá Ungir leikarar og einn sem er að hefja sitt fimmtugasta leikár, ætla að taka höndum saman um að gera þetta ár eftirminnilegt fyrir Leikfélag Akureyrar. Átta sýningar eru á vetrardagskrá Leikfélags Akureyrar. Þeirra viðamest er rokksöngleikurinn Litla hryllingsbúðin, en Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri, vonast til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Innlent 13.10.2005 19:45 Ekki margt sem kemur á óvart Það er ekki margt sem mun koma á óvart í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þetta segir fjármálaráðherra sem staddur var á Ísafirði í gær þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Jóhannes Kr. Kristjánsson og Hafþór Gunnarsson eru með þessa frétt. Innlent 13.10.2005 19:45 Menningarnótt tókst að mestu vel Engar ákvarðanir voru teknar varðandi hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi varðandi Menningarnótt í Reykjavík á fundi aðstandenda hátíðarinnar sem fram fór í gær. Innlent 13.10.2005 19:45 Prestur fær viku til að svara Biskup Íslands hefur óskað eftir því við Björn Bjarnason, ráðherra dóms- og kirkjumála, að Birgir Ásgeirsson verði settur sóknarprestur í Garðabæ til þriggja mánaða. Áætlað er að auglýsa starf sóknarprests í Garðasókn laust til umsóknar frá 1. desember. Innlent 13.10.2005 19:45 Fellibylurinn Katrína á Flórída Tveir létust á Flórída í gær, þegar fellibylurinn Katrína fór þar yfir. Fellibylurinn feykti niður fjölmörgum trjám og mennirnir tveir sem fórust létust báðir þegar tré féllu á þá. Meira en milljón manns hafa verið án rafmagns á svæðinu síðan í gærkvöldi, þegar vindhraði Katrínar náði meira en tuttugu og fimm metrum á sekúndu. Innlent 13.10.2005 19:45 Mótmæli á þaki Stjórnarráðsins Tveir menn klifruðu fyrir stundu upp á þak Stjórnarráðsins, drógu íslenska fánann niður og ætluðu að flagga öðrum fána. Á þeim fána var áletrunin, "Engin helvítis álver", því má leiða líkum að því að mótmælendur framkvæmda við Kárahnjúka hafi staðið fyrir gjörningnum. Lögregla var kölluð til og mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina. Innlent 13.10.2005 19:45 Tuttugu nauðganir kærðar Alls hafa borist 81 kynferðisbrotamál til neyðarmóttökunnar það sem af er þessu ári. 34 þeirra hafa verið kærð til lögreglu. Kærur vegna nauðgunar sem lögreglan í Reykjavík hefur fengið til meðferðar það sem af er árinu eru 20 talsins </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45 Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus Hönnunar og lífstílsþátturinn Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus næstkomandi mánudagskvöld. Sjónvarpsfólkið vinsæla Vala Matt og Hálfdán Steinþórsson eru þáttastjórnendur. Tvímenningarnir munu einnig vera með fríðan flokk fagfólks og hugmyndasmiða á bakvið sig. Lífið 13.10.2005 19:45 Vaxtalaus listmunalán Vaxtalaus listmunalán þykja hafa hleypt lífi í listmunamarkaðinn hér á landi og opnað almenningi leið að samtímalist. Þegar hefur verið gengið frá tvö hundruð og tuttugu lánum, fyrir rúmlega fjörutíu og þrjár milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:45 Ekki treyst til að skrifa fréttir Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Innlent 13.10.2005 19:45 Haldnir til styrktar Björgu Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikum sem haldnir verða í Kerinu í Grímsnesi klukkan tvö á morgun til styrktar björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka. Röð báta á vatni sprengigígsins myndar svið fyrir listamennina, en gestir tylla sér í gróna hlíð Kersins. Innlent 13.10.2005 19:45 Anna stefnir á efsta sætið Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun að öllum líkindum bjóða sig fram í efsta sæti listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Verið er að safna liði í kringum hana til að fella Alfreð Þorsteinsson sem hefur verið oddviti flokksins í borgarstjórn til fjölda ára. Innlent 13.10.2005 19:45 Sigurður formaður stjórnar ÞSÍ Utanríkisráðherra skipaði í dag Sigurð Helgason, fyrrverandi forstjóra Icelandair, formann stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands til fjögurra ára. Sigurður tekur við af Birni Inga Hrafnssyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, sem að eigin ósk hefur látið af því starfi. Þróunarsamvinnustofnunin var stofnuð með lögum árið 1981 og er ætlað að vinna að tvíhliða samstarfi Íslands við þróunarlönd. Innlent 13.10.2005 19:45 Hætt við hækkun leikskólagjalda Samþykkt var samhljóða á fundi borgarráðs, sem lauk nú fyrir skömmu, að hætta við að hækka leikskólagjöld hjá börnum námsmanna, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar. Innlent 13.10.2005 19:45 Reksturinn nálægt jafnvægi 79 milljóna króna halli var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss fyrstu sex mánuði ársins. Uppsafnaður rekstrarhalli fyrri ára gerir greiðslustöðu Landspítalans erfiða, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri spítalans. Fyrsta hálfsársuppgjör Landspítalans var birt í gær. Innlent 13.10.2005 19:45 Athuga ný flugvallarstæði Borgarráð fól í dag framkvæmdasviði borgarinnar og skipulags- og byggingarsviði að hafa forgöngu um athugun á styttingu núverandi flugbrauta í Vatnsmýrinni og hugsanlegum nýjum flugvallarstæðum í samvinnu við stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Tillaga þessa efnis var samþykkt einróma í borgarráði í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgarstjórn. Innlent 13.10.2005 19:45 Aron til landsins í næstu viku Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas síðustu átta ár, er væntanlegur til landsins í næstu viku. Fréttastofan ræddi við Aron Pálma í morgun. Innlent 13.10.2005 19:45 Vilja áfram flug til Narsarsuaq Vestnorræna ráðið hvetur ríkisstjórnir Vestur-Norðurlanda til að tryggja nú þegar að nýr samningur verði gerður um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur. Ráðið leggur jafnframt til að samningur um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur verði gerður til fleiri ára, en núverandi samkomulag milli Grænlands og Íslands rennur út þann 31. desember 2005. Innlent 13.10.2005 19:45 « ‹ ›
Yfir 2.000 ótryggðir bílar Ríflega 2.200 bifreiðar voru í gær á skrá Umferðarstofu yfir óvátryggða bíla, þar af voru um 800 sem verið höfðu á listanum frá því fyrir áramót. Gera má því ráð fyrir að yfir þriðjungur þeirra sem á annað borð skulda tryggingar trassi það mánuðum saman að borga. Innlent 13.10.2005 19:45
Konur hafa áhrif á heimsmálin Askalú Menkeríos, fyrrverandi hermaður og núverandi menningarmálaráðherra Erítreu, segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi sannað það fyrir heiminum að konur geti verið þjóðarleiðtogar og haft áhrif á heimsmálin. Hún er komin hingað til lands til að sitja heimsfund menningarmálaráðherra úr röðum kvenna. Innlent 13.10.2005 19:45
Vill hjálp tryggingafélaganna Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir stöðuga "rassíu" í gangi hjá lögreglu við að klippa númer af óvátryggðum ökutækjum. Sökum umfangs segir hann lögreglu þó gjarnan vilja sjá breytingar á vinnulagi við starfann. Innlent 13.10.2005 19:45
Fíkniefni fundust í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði, við húsleit í gærkvöldi, hald á 200 grömm af fíkniefnum, aðallega kannabisefnum og Kókaíni. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum og við yfirheyrslur játaði hann að eiga efnið, en það var ætlað til sölu. Málið telst upplýst og var manninum sleppt að loknum yfirheyrslum.</font /> Innlent 13.10.2005 19:45
Vara við gylliboðum Norrænir neytendaumboðsmenn hafa kært til bandarískra stjórnvalda gylliboð um ferðavinninga til Karíbahafsins. Þeir sem standa að baki gylliboðunum hafa náð símleiðis til neytenda eða með því að hvetja þá til kaupa í gluggauglýsingum á Netinu. Innlent 13.10.2005 19:45
Fleiri karlar með doktorspróf Fleiri karlar meðal háskólakennara hafa lokið doktorsprófi en konur. Tæplega þriðjungur karla eða 31% meðal kennara í skólum á háskólastigi hefur lokið doktorsprófi en aðeins um 12% kvenna. Innlent 13.10.2005 19:45
Mikil fækkun nýrra sjúklinga "Þetta er jákvætt skref sem orðið hefur að tala nýrra sjúklinga hefur ekki verið minni síðan 1995," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, en í nýrri ársskýrslu SÁÁ kemur fram að nýir sjúklingar á stofnuninni hafa ekki verið færri í tíu ár þrátt fyrir að almennt sígi á ógæfuhlið að öðru leyti. Innlent 13.10.2005 19:45
Níu slasast í bílslysi Níu manns slösuðust í umferðarslysi á Akureyri í gærkvöldi. Tveir bílar rákust saman á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu, en báðir bílarnir voru að aka á grænu ljósi. Innlent 13.10.2005 19:45
Varnarliðsmaðurinn neitar sök Varnarliðsmaðurinn sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Keflavíkurflugvelli sunnudaginn 14. ágúst hefur verið fluttur frá Keflavíkurflugvelli til Þýskalands. Þar er hann í haldi í herbúðum varnarliðsins. Hann neitar staðfastlega sök, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 13.10.2005 19:45
Lundapysja í Örfirisey Lundapysja spókaði sig um á athafnasvæði Lýsis í Örfirisey í Reykjavík í gærmorgun. Þorsteinn Waagfjörð, starfsmaður fyrirtækisins, gekk fram á pysjuna og segir hana hafa verið ráðvilta og magra. Innlent 13.10.2005 19:45
Varnarliðsmenn ganga berserksgang "Það fer ekkert á milli mála að framkoma þessara manna hefur versnað til muna síðustu misserin," segir Magnús Jóhannsson, framkvæmdastjóri leigubílafyrirtækisins Ökuleiða í Keflavík. Tvívegis nú á stuttum tíma hafa bandarískir hermenn gengið berserksgang í bílum fyrirtækisins með þeim afleiðingum að eigendurnir urðu fyrir allmiklu tjóni. Innlent 13.10.2005 19:45
Misbrestur á orlofsgreiðslum Verslunarmannafélag Reykjavíkur brýnir fyrir starfsfólki að fara vel yfir launaseðla sína, því dæmi eru um að sumarstarfsfólk verði af orlofslaunum á haustin. Í flestum tilfellum er um gleymsku vinnuveitenda að ræða. Innlent 13.10.2005 19:45
Átta sýningar á vetrardagskrá Ungir leikarar og einn sem er að hefja sitt fimmtugasta leikár, ætla að taka höndum saman um að gera þetta ár eftirminnilegt fyrir Leikfélag Akureyrar. Átta sýningar eru á vetrardagskrá Leikfélags Akureyrar. Þeirra viðamest er rokksöngleikurinn Litla hryllingsbúðin, en Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri, vonast til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Innlent 13.10.2005 19:45
Ekki margt sem kemur á óvart Það er ekki margt sem mun koma á óvart í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þetta segir fjármálaráðherra sem staddur var á Ísafirði í gær þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Jóhannes Kr. Kristjánsson og Hafþór Gunnarsson eru með þessa frétt. Innlent 13.10.2005 19:45
Menningarnótt tókst að mestu vel Engar ákvarðanir voru teknar varðandi hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi varðandi Menningarnótt í Reykjavík á fundi aðstandenda hátíðarinnar sem fram fór í gær. Innlent 13.10.2005 19:45
Prestur fær viku til að svara Biskup Íslands hefur óskað eftir því við Björn Bjarnason, ráðherra dóms- og kirkjumála, að Birgir Ásgeirsson verði settur sóknarprestur í Garðabæ til þriggja mánaða. Áætlað er að auglýsa starf sóknarprests í Garðasókn laust til umsóknar frá 1. desember. Innlent 13.10.2005 19:45
Fellibylurinn Katrína á Flórída Tveir létust á Flórída í gær, þegar fellibylurinn Katrína fór þar yfir. Fellibylurinn feykti niður fjölmörgum trjám og mennirnir tveir sem fórust létust báðir þegar tré féllu á þá. Meira en milljón manns hafa verið án rafmagns á svæðinu síðan í gærkvöldi, þegar vindhraði Katrínar náði meira en tuttugu og fimm metrum á sekúndu. Innlent 13.10.2005 19:45
Mótmæli á þaki Stjórnarráðsins Tveir menn klifruðu fyrir stundu upp á þak Stjórnarráðsins, drógu íslenska fánann niður og ætluðu að flagga öðrum fána. Á þeim fána var áletrunin, "Engin helvítis álver", því má leiða líkum að því að mótmælendur framkvæmda við Kárahnjúka hafi staðið fyrir gjörningnum. Lögregla var kölluð til og mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina. Innlent 13.10.2005 19:45
Tuttugu nauðganir kærðar Alls hafa borist 81 kynferðisbrotamál til neyðarmóttökunnar það sem af er þessu ári. 34 þeirra hafa verið kærð til lögreglu. Kærur vegna nauðgunar sem lögreglan í Reykjavík hefur fengið til meðferðar það sem af er árinu eru 20 talsins </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45
Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus Hönnunar og lífstílsþátturinn Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus næstkomandi mánudagskvöld. Sjónvarpsfólkið vinsæla Vala Matt og Hálfdán Steinþórsson eru þáttastjórnendur. Tvímenningarnir munu einnig vera með fríðan flokk fagfólks og hugmyndasmiða á bakvið sig. Lífið 13.10.2005 19:45
Vaxtalaus listmunalán Vaxtalaus listmunalán þykja hafa hleypt lífi í listmunamarkaðinn hér á landi og opnað almenningi leið að samtímalist. Þegar hefur verið gengið frá tvö hundruð og tuttugu lánum, fyrir rúmlega fjörutíu og þrjár milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:45
Ekki treyst til að skrifa fréttir Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Innlent 13.10.2005 19:45
Haldnir til styrktar Björgu Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikum sem haldnir verða í Kerinu í Grímsnesi klukkan tvö á morgun til styrktar björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka. Röð báta á vatni sprengigígsins myndar svið fyrir listamennina, en gestir tylla sér í gróna hlíð Kersins. Innlent 13.10.2005 19:45
Anna stefnir á efsta sætið Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun að öllum líkindum bjóða sig fram í efsta sæti listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Verið er að safna liði í kringum hana til að fella Alfreð Þorsteinsson sem hefur verið oddviti flokksins í borgarstjórn til fjölda ára. Innlent 13.10.2005 19:45
Sigurður formaður stjórnar ÞSÍ Utanríkisráðherra skipaði í dag Sigurð Helgason, fyrrverandi forstjóra Icelandair, formann stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands til fjögurra ára. Sigurður tekur við af Birni Inga Hrafnssyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, sem að eigin ósk hefur látið af því starfi. Þróunarsamvinnustofnunin var stofnuð með lögum árið 1981 og er ætlað að vinna að tvíhliða samstarfi Íslands við þróunarlönd. Innlent 13.10.2005 19:45
Hætt við hækkun leikskólagjalda Samþykkt var samhljóða á fundi borgarráðs, sem lauk nú fyrir skömmu, að hætta við að hækka leikskólagjöld hjá börnum námsmanna, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar. Innlent 13.10.2005 19:45
Reksturinn nálægt jafnvægi 79 milljóna króna halli var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss fyrstu sex mánuði ársins. Uppsafnaður rekstrarhalli fyrri ára gerir greiðslustöðu Landspítalans erfiða, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri spítalans. Fyrsta hálfsársuppgjör Landspítalans var birt í gær. Innlent 13.10.2005 19:45
Athuga ný flugvallarstæði Borgarráð fól í dag framkvæmdasviði borgarinnar og skipulags- og byggingarsviði að hafa forgöngu um athugun á styttingu núverandi flugbrauta í Vatnsmýrinni og hugsanlegum nýjum flugvallarstæðum í samvinnu við stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Tillaga þessa efnis var samþykkt einróma í borgarráði í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgarstjórn. Innlent 13.10.2005 19:45
Aron til landsins í næstu viku Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas síðustu átta ár, er væntanlegur til landsins í næstu viku. Fréttastofan ræddi við Aron Pálma í morgun. Innlent 13.10.2005 19:45
Vilja áfram flug til Narsarsuaq Vestnorræna ráðið hvetur ríkisstjórnir Vestur-Norðurlanda til að tryggja nú þegar að nýr samningur verði gerður um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur. Ráðið leggur jafnframt til að samningur um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur verði gerður til fleiri ára, en núverandi samkomulag milli Grænlands og Íslands rennur út þann 31. desember 2005. Innlent 13.10.2005 19:45