Innlent

Fréttamynd

Fleiri karlar með doktorspróf

Fleiri karlar meðal háskólakennara hafa lokið doktorsprófi en konur. Tæplega þriðjungur karla eða 31% meðal kennara í skólum á háskólastigi hefur lokið doktorsprófi en aðeins um 12% kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Mikil fækkun nýrra sjúklinga

"Þetta er jákvætt skref sem orðið hefur að tala nýrra sjúklinga hefur ekki verið minni síðan 1995," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, en í nýrri ársskýrslu SÁÁ kemur fram að nýir sjúklingar á stofnuninni hafa ekki verið færri í tíu ár þrátt fyrir að almennt sígi á ógæfuhlið að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Níu slasast í bílslysi

Níu manns slösuðust í umferðarslysi á Akureyri í gærkvöldi. Tveir bílar rákust saman á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu, en báðir bílarnir voru að aka á grænu ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Varnarliðsmaðurinn neitar sök

Varnarliðsmaðurinn sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Keflavíkurflugvelli sunnudaginn 14. ágúst hefur verið fluttur frá Keflavíkurflugvelli til Þýskalands. Þar er hann í haldi í herbúðum varnarliðsins. Hann neitar staðfastlega sök, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Lundapysja í Örfirisey

Lundapysja spókaði sig um á athafnasvæði Lýsis í Örfirisey í Reykjavík í gærmorgun. Þorsteinn Waagfjörð, starfsmaður fyrirtækisins, gekk fram á pysjuna og segir hana hafa verið ráðvilta og magra.

Innlent
Fréttamynd

Fá 57 milljónir í stað 40

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær Bolungarvíkurkaupstað til að greiða eigendum þriggja húsa við Dísarland í Bolungarvík rúmar 57 milljónir auk vaxta í eignarnámsbætur. Olgeir Hávarðarson, eigandi eins hússins, segir þetta í það minnsta einn áfanga og fagnar því, þótt óljóst sé hvort kaupstaðurinn áfrýji dómnum til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

2.000 fá að velja efstu menn

Kjördæmasambönd Framsóknarflokksins í suður- og norðurkjördæmum Reykjavíkur undirbúa sameiginlegan fund þar sem endanlega verður ákveðið hvernig staðið verður að sjálfstæðu framboði Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Fundurinn verður haldinn innan tíðar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki meiri fréttaskrif

Yfirmenn hjá Ríkisútvarpinu eru að íhuga framtíð Sigmundar Sigurgeirssonar, forstöðumanns svæðisútvarpsins á Suðurlandi, eftir óvægan pistil á bloggsíðu hans. Hann hefur nú verið leystur frá störfum við fréttir fyrir Ríkisútvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Út að borða í allan vetur

Gangi allir samningar eftir munu flestir nemendur grunnskólans á Blönduósi fara út að borða í hádeginu í allan vetur en bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að semja við veitingahús um skólamáltíðir barnanna í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Jón vill fyrsta sætið

Í fréttatilkynningu frá Stefáni Jóni Hafstein kemur fram að hann ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.

Innlent
Fréttamynd

Skóflustungur að nýjum skóla

Væntanlegir nemendur Hraunvallaskóla í Hafnarfirði tóku fyrstu skóflustungurnar í gær að viðstöddum bæjarstjóranum, Lúðvík Geirssyni, og fulltrúum Fjarðarmóta sem byggja fyrsta áfanga skólans.

Innlent
Fréttamynd

Sameining í Ölfusi og Flóa kynnt

Með sameiningu sveitarfélaganna í Ölfusi og Flóa yrði til rúmlega tíu þúsund manna sveitarfélag sem yrði mun öflugra en þau eru sitt í hvoru lagi. Þetta er mat samstarfsnefndar um undirbúning sameiningarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ný staða í uppkaupum húseigna

Smári Þorvaldsson, starfsmaður Ofanflóðasjóðs segir að ný staða sé komin upp í uppkaupum húseigna með dómi Héraðsdóms Vestfjarða í morgun þar sem Bolungarvíkurkaupstað var gert að greiða húseigendum við Dísarland bætur fyrir hús sín á grundvelli mats frá Matsnefnd eignarnámsbóta en ekki staðgreiðslumarkaðsverðs eins og bærinn hafði boðið. En þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskum dreng bjargað úr flóðum

Tólf ára íslenskum dreng, Matthíasi Þór Ingasyni, verður flogið í dag með þyrlu frá bænum Engelberg í Sviss. Bærinn er umflotinn vatni og eru vegur og járnbrautateinar til og frá bænum í sundur. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Prestur fær viku til að svara

Biskup Íslands hefur óskað eftir því við Björn Bjarnason, ráðherra dóms- og kirkjumála, að Birgir Ásgeirsson verði settur sóknarprestur í Garðabæ til þriggja mánaða. Áætlað er að auglýsa starf sóknarprests í Garðasókn laust til umsóknar frá 1. desember.

Innlent
Fréttamynd

Fellibylurinn Katrína á Flórída

Tveir létust á Flórída í gær, þegar fellibylurinn Katrína fór þar yfir. Fellibylurinn feykti niður fjölmörgum trjám og mennirnir tveir sem fórust létust báðir þegar tré féllu á þá. Meira en milljón manns hafa verið án rafmagns á svæðinu síðan í gærkvöldi, þegar vindhraði Katrínar náði meira en tuttugu og fimm metrum á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli á þaki Stjórnarráðsins

Tveir menn klifruðu fyrir stundu upp á þak Stjórnarráðsins, drógu íslenska fánann niður og ætluðu að flagga öðrum fána. Á þeim fána var áletrunin, "Engin helvítis álver", því má leiða líkum að því að mótmælendur framkvæmda við Kárahnjúka hafi staðið fyrir gjörningnum. Lögregla var kölluð til og mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu nauðganir kærðar

Alls hafa borist 81 kynferðisbrotamál til neyðarmóttökunnar það sem af er þessu ári. 34 þeirra hafa verið kærð til lögreglu. Kærur vegna nauðgunar sem lögreglan í Reykjavík hefur fengið til meðferðar það sem af er árinu eru 20 talsins </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus

Hönnunar og lífstílsþátturinn Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus næstkomandi mánudagskvöld. Sjónvarpsfólkið vinsæla Vala Matt og Hálfdán Steinþórsson eru þáttastjórnendur. Tvímenningarnir munu einnig vera með fríðan flokk fagfólks og hugmyndasmiða á bakvið sig.

Lífið
Fréttamynd

Vaxtalaus listmunalán

Vaxtalaus listmunalán þykja hafa hleypt lífi í listmunamarkaðinn hér á landi og opnað almenningi leið að samtímalist. Þegar hefur verið gengið frá tvö hundruð og tuttugu lánum, fyrir rúmlega fjörutíu og þrjár milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Kallaði Baugsfjölskyldu skítapakk

Forstöðumaður svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, Sigmundur Sigurgeirsson, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Þar kallaði hann Jóhannes Jónsson og börn hans skítapakk og hét hann því að stíga aldrei fæti inn í verslanir þeirra í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Framlengja varðhald vegna morðs

Gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem grunaður er um að hafa orðið Vu Van Pong að bana í Kópavogi í maí hefur verið framlengt til 5. október næstkomandi. Hann hefur játað á sig morðið og telur lögreglan í Kópavogi sig hafa lokið rannsókn málsins og verður það sent ríkissaksóknara til umfjöllunar á morgun eða í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður eftir mánaðamótin

Nefnd á vegum bandarískra stjórnvalda leggur til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði endurskoðaður með breytta öryggishagsmuni huga í kjölfar kalda stríðsins. Lagt er til að endurskoðuð verði þörf fyrir herafla og umsvif sjó- eða flughers hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Hjón reisa 400 íbúða hverfi

Mosfellsbær hefur gert samkomulag við eigendur landsins Leirvogstungu í Mosfellsbæ um uppbyggingu 400 íbúða næstu fjögur árin. Samningurinn er nýmæli því um einkaframkvæmd að öllu leyti er að ræða og uppbyggingin sveitarfélaginu alveg að kostnaðarlausu.

Innlent
Fréttamynd

Skoða kosti hvers möguleika

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og skipulags- og byggingarsvið borgarinnar hefja á næstunni athugun á mögulegri styttingu flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og hugsanlegum flutningi flugvallarins á aðra staði á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Kærði nauðgun í Bolungarvík

Lögreglan í Bolungarvík rannsakar nauðgun sem sextán ára stúlka kærði um miðjan mánuðinn. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og enginn er grunaður. Lögreglan leitar enn upplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Sláturhúsið aftur í gagnið

Verið er að leggja lokahönd á breytingar í sláturhúsinu í Búðardal. Dalaland, nýtt félag í eigu sveitarfélagsins hefur tekið við rekstri sláturhússins, en þar var ekkert slátrað síðasta haust. Ráðist var í breytingar á húsinu til að það fengi staðist ákvæði reglugerðar um sláturhús.

Innlent
Fréttamynd

Karlmenn 85% prófessora

Samkvæmt úttekt Hagstofu Íslands á starfsfólki á Háskólastiginu eru karlmenn afgerandi fjölmennari en konur í stöðum rektora, prófessora og dósenta og einnig eru þeir fjölmennari meðal aðjúnkta og stundakennara. Fleiri konur eru hins vegar lektorar og í sérfræðistörfum ýmiss konar.

Innlent
Fréttamynd

Um sjö þúsund á Esjuna í sumar

Tæplega sjö þúsund manns hafa skrifað nafn sitt í gestabók Ferðafélags Íslands á Þverfellshorni á Esjunni í sumar, en frá þessu er greint á heimasíðu Ferðafélagsins. Í dag verður sérstök gönguferð félagsins á Esjuna og meðal göngumanna verður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, en forsætisráðuneytið styrkti framkvæmdir Ferðafélagsins á Þverfellshorni í sumar. Gangan hefst klukkan 18.30 í dag.

Innlent