Innlent

Prestur fær viku til að svara

Biskup Íslands hefur óskað eftir því við Björn Bjarnason, ráðherra dóms- og kirkjumála, að Birgir Ásgeirsson verði settur sóknarprestur í Garðabæ til þriggja mánaða. Áætlað er að auglýsa starf sóknarprests í Garðasókn laust til umsóknar frá 1. desember. Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðabæ, hefur fengið viku frest til að svara því hvort hann sæti tilflutningi í starfi og taki við nýju embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra eða láti af störfum. Lögmaður Hans Markúsar segir flutninginn jafngilda uppsögn þar sem störfin séu ekki sambærileg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×