Innlent

Skóflustungur að nýjum skóla

Væntanlegir nemendur Hraunvallaskóla í Hafnarfirði tóku fyrstu skóflustungurnar í gær að viðstöddum bæjarstjóranum, Lúðvík Geirssyni, og fulltrúum Fjarðarmóta sem byggja fyrsta áfanga skólans. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja starfsemi í skólanum strax næsta haust en byggingarframkvæmdum á að öllu leyti að vera lokið haustið 2009. Mun skólinn þjónusta alla íbúa að Völlum í Firðinum en íbúafjöldi þar hefur margfaldast undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×