Innlent

Kallaði Baugsfjölskyldu skítapakk

Forstöðumaður svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, Sigmundur Sigurgeirsson, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Þar kallaði hann Jóhannes Jónsson og börn hans skítapakk og hét hann því að stíga aldrei fæti inn í verslanir þeirra í framtíðinni. Eins kallaði hann stjórnendur KB banka andskotans bankastjórahyski sem hafi staðið á bak við Baugsfjölskylduna og sagði þá eiga skömm fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×